Erlent

Neyddist til afsagnar

Herve Gaymard, fjármálaráðherra Frakklands, baðst lausnar úr starfi aðeins sólarhring eftir að hann sagði slíkt ekki á dagskrá. Honum var ekki stætt lengur í starfi eftir að upp komst að hann lét ríkissjóð greiða húsaleigu fyrir sig í einu dýrasta hverfi Frakklands og ljóst varð að hann laug til um bakgrunn sinn og fjárhag. Gaymard sagðist í viðtali eftir að upp komst um húsaleigugreiðslur ríkissjóðs að málið hefði aldrei komið upp nema vegna þess að hann væri ekki auðugur maður, ef svo væri ætti hann sitt eigið hús. Síðar kom í ljós að hann á tvö hús og þrjár íbúðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×