Erlent

Kona myrti níu ára son sinn

Bresk kona var fundin sek um að myrða níu ára son sinn. Þetta gerði hún með því að blanda salti í vökva sem honum var gefinn í æð á sjúkrahúsi. Lækna var farið að gruna að konan ætti einhvern þátt í veikindum sonar síns en gátu ekkert gert til að rannsaka grun sinn þar sem hún var alltaf við hlið hans. Saksóknarar sögðu konuna þjást af geðsjúkdómi sem lýsir sér þannig að foreldrar valda sjúkdómum í börnum sínum til að draga athygli að sjálfum sér. Meðan drengurinn lá á sjúkrahúsinu villti konan um fyrir læknum með því að blanda blóði í þvagsýni drengsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×