Erlent

Tala látinna komin yfir 600

Tala látinna í jarðskjálftanum í Íran fyrr í vikunni er komin yfir sex hundruð en auk þess eru um þúsund manns slasaðir. Skjálftinn mældist 6,4 á Richter og voru upptök hans skammt frá Zarand-borg í Kerman-héraði, ekki langt frá borginni Bam sem jarðskjálfti lagði nánast í rúst fyrir aðeins rúmu ári. Þá létust rúmlega 31 þúsund manns. Íran er það land í heiminum þar sem flestir jarðskjálftar verða, eða að meðaltali einn á hverjum degi. Ástæðan er að landið liggur á mótum þriggja jarðskorpufleka sem eru á stöðugri hreyfingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×