Innlent

Keyrði á hús og ljósastaur

Bílstjóri og þrír farþegar sluppu ómeiddir eftir að bílstjórinn keyrði á hús og ljósastaur á Ísafirði á þriðja tímanum í gærdag. Að sögn lögreglunnar á Ísafirði var bílnum ekið í vestur eftir Fjarðarstræti þegar bílstjórinn, sem er á átjánda aldursári, missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að hann keyrði fyrst á íbúðarhús og lenti svo á ljósastaur. Bæði bílstjórinn og farþegarnir voru í bílbeltum þegar óhappið átti sér stað. Bíllinn skemmdist hins vegar talsvert sem og klæðning á húsinu en litlar skemmdir urðu á ljósastaurnum að sögn lögreglu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×