Lífið heldur áfram 25. febrúar 2005 00:01 Þótt hann sé ekki á snærum neinna af stóru hjálparsamtökunum hefur Vilhjálmur Jónsson ekki látið sitt eftir liggja í aðstoðinni við bágstadda. Vilhjálmur hefur búið á Indlandi um áratuga skeið og eins og Fréttablaðið sagði frá í janúar hefur hann ásamt hjálparsamtökum sem hann veitir forystu tekið að sér uppbyggingarstarf í þorpinu Thazhankuda sem er um 160 kílómetra suður af borginni Chennai (Madras) austurströnd Indlands en það varð mjög illa úti þegar aldan reið yfir. 13.000 manns fórust á Indlandi, þar 9.000 í Tamil Nadu héraði þar sem Vilhjálmur hefur verið að störfum. "Þegar við komum niður á ströndina var ég alls ekki viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við mér blasti. Máttur flóðsins hafði hreinlega sópað öllu burtu og skilið eftir hrúgur af braki og rusli eftir allri strandlengjunni. Bátarnir höfðu undist utan um tré eða farið í gegnum húsin og leifar af fiskinetum lágu á víð og dreif á margra mílna svæði. Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er mjög erfitt að útskýra þetta en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni. Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið," sagði Vilhjálmur í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Allir eru komnir með þak yfir höfuðið og hafa eitthvað að bíta og brenna. Mestur hluti uppbyggingarstarfsins felst því í að láta hjól atvinnulífsins á staðnum snúast á ný en allur bátafloti þorpsbúa eyðilagðist í flóðunum. Vilhjálmur segir að samtök hans, Family International, hafi þegar afhent 25 stóra báta með vélum og veiðarfærum og sjötíu bátar af minni tegund séu í smíðum. Þeir leysa af hólmi gamla báta sem voru í raun einungis nokkrir trébjálkar bundnir saman og því eru nýju fleyin umtalsvert öruggari. Enn er þó nokkur bið á að fiskimennirnir í Thazhankuda fari á sjó og segir Vilhjálmur skýringuna á því vera öðrum þræði pólitíska. "Mennirnir reykja sígarettur og spila á spil undir tré. Þeir eru að bíða eftir því að stjórnvöld hérna afhendi þá fjármunisem búið er að lofa. Þeir hugsa sem svo að ef þeir fari á sjó í dag þá borga yfirvöld ekki því þau sjá að þeir geta unnið fyrir sér sjálfir." Enginn getur gert sér í hugarlund sorgina sem setur að fólki sem hefur misst alla sína nánustu. Vilhjálmur segir engu að síður að flestir reyni að horfa fram á veginn í stað þess að staldra við hið liðna. "Fólk hérna talar ekki eins mikið um harm sinn eins og heima því þetta er fátækt fólk sem hefur þurft að takast á við meiri þjáningu í gegnum ævina. Það er ríkt í þjóðarsálinni hérna að halda ekki of lengi í slíka hluti. Fólk herðir sig á móti storminum og reynir að gera það besta úr því sem það hefur og vera bjartsýnt. Þannig tekst það á við svona hluti." Lífið heldur í það minnsta áfram hjá börnunum í Thazhankuda en fyrir þau héldu Vilhjálmur og hans fólk skemmtun um miðjan síðasta mánuð. Hátíðin vakti svo mikla lukku hjá ungviðinu og ættingjum þeirra að yfirvöld í héraðinu fengu þau til að heimsækja öll sjávarþorpin á svæðinu en þau eru vel á fimmta tuginn. Þeirri leikferð er nýlokið og gekk hún afar vel að sögn Vilhjálms. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira
Þótt hann sé ekki á snærum neinna af stóru hjálparsamtökunum hefur Vilhjálmur Jónsson ekki látið sitt eftir liggja í aðstoðinni við bágstadda. Vilhjálmur hefur búið á Indlandi um áratuga skeið og eins og Fréttablaðið sagði frá í janúar hefur hann ásamt hjálparsamtökum sem hann veitir forystu tekið að sér uppbyggingarstarf í þorpinu Thazhankuda sem er um 160 kílómetra suður af borginni Chennai (Madras) austurströnd Indlands en það varð mjög illa úti þegar aldan reið yfir. 13.000 manns fórust á Indlandi, þar 9.000 í Tamil Nadu héraði þar sem Vilhjálmur hefur verið að störfum. "Þegar við komum niður á ströndina var ég alls ekki viðbúinn þeirri hrikalegu sjón sem við mér blasti. Máttur flóðsins hafði hreinlega sópað öllu burtu og skilið eftir hrúgur af braki og rusli eftir allri strandlengjunni. Bátarnir höfðu undist utan um tré eða farið í gegnum húsin og leifar af fiskinetum lágu á víð og dreif á margra mílna svæði. Það sem snerti mig mest var tilfinningin um að vonin væri horfin. Það er mjög erfitt að útskýra þetta en kannski er þetta eins og að vera laminn og barinn en það kemur ekki niður á líkamanum heldur sálinni. Hér og þar sátu íbúarnir eða fjölskyldur inni í miðri hrúgu af braki og rusli og störðu út í tómið," sagði Vilhjálmur í samtali við Fréttablaðið á sínum tíma. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. Allir eru komnir með þak yfir höfuðið og hafa eitthvað að bíta og brenna. Mestur hluti uppbyggingarstarfsins felst því í að láta hjól atvinnulífsins á staðnum snúast á ný en allur bátafloti þorpsbúa eyðilagðist í flóðunum. Vilhjálmur segir að samtök hans, Family International, hafi þegar afhent 25 stóra báta með vélum og veiðarfærum og sjötíu bátar af minni tegund séu í smíðum. Þeir leysa af hólmi gamla báta sem voru í raun einungis nokkrir trébjálkar bundnir saman og því eru nýju fleyin umtalsvert öruggari. Enn er þó nokkur bið á að fiskimennirnir í Thazhankuda fari á sjó og segir Vilhjálmur skýringuna á því vera öðrum þræði pólitíska. "Mennirnir reykja sígarettur og spila á spil undir tré. Þeir eru að bíða eftir því að stjórnvöld hérna afhendi þá fjármunisem búið er að lofa. Þeir hugsa sem svo að ef þeir fari á sjó í dag þá borga yfirvöld ekki því þau sjá að þeir geta unnið fyrir sér sjálfir." Enginn getur gert sér í hugarlund sorgina sem setur að fólki sem hefur misst alla sína nánustu. Vilhjálmur segir engu að síður að flestir reyni að horfa fram á veginn í stað þess að staldra við hið liðna. "Fólk hérna talar ekki eins mikið um harm sinn eins og heima því þetta er fátækt fólk sem hefur þurft að takast á við meiri þjáningu í gegnum ævina. Það er ríkt í þjóðarsálinni hérna að halda ekki of lengi í slíka hluti. Fólk herðir sig á móti storminum og reynir að gera það besta úr því sem það hefur og vera bjartsýnt. Þannig tekst það á við svona hluti." Lífið heldur í það minnsta áfram hjá börnunum í Thazhankuda en fyrir þau héldu Vilhjálmur og hans fólk skemmtun um miðjan síðasta mánuð. Hátíðin vakti svo mikla lukku hjá ungviðinu og ættingjum þeirra að yfirvöld í héraðinu fengu þau til að heimsækja öll sjávarþorpin á svæðinu en þau eru vel á fimmta tuginn. Þeirri leikferð er nýlokið og gekk hún afar vel að sögn Vilhjálms.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Sjá meira