Innlent

Stúlkan fundin

Stúlkan sem lýst hefur verið eftir að undanförnu, hin fjórtán ára gamla Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir, er fundin og komin til síns heima að sögn lögreglu en hennar hefur verið leitað um nokkurra daga skeið. Aðeins eru tveir dagar síðan annar unglingur, fjórtán ára drengur, fannst eftir talsverða leit en að sögn lögreglu fer málum af þessu tagi þó ekki fjölgandi. Venja sé að til lögreglu berist milli 20 og 30 tilkynningar um mannshvörf á mánuði hverjum en allir finnist tiltölulega fljótlega aftur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×