Erlent

Páfi sagður á batavegi

Jóhannes Páll II páfi getur andað án aðstoðar og engin merki hafa fundist um sýkingu í lungum, sagði Joaquin Navarro-Valls, talsmaður páfa, degi eftir að páfinn gekkst undir barkaskurðaðgerð. Navarro-Valls sagði að páfi hefði hvílst vel og haft mikla matarlyst þegar honum var færður morgunmatur. Barkaskurðurinn hefur þó eina aukaverkun. "Að ráði lækna má páfinn ekki tala í nokkra daga, þannig að hraða megi bata í barkakýlinu," sagði talsmaðurinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×