Fleiri fréttir Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna. 14.2.2005 00:01 Kostnaður meiri en aflaverðmæti Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti þeirra skipa sem verið er að fylgjast með. Þetta er niðurstaða sænskra blaða- og fréttamanna í Gautaborg sem könnuðu málið. 14.2.2005 00:01 Særður eftir árás á hermann Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu. 14.2.2005 00:01 Vill endurskoða starf innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu. 14.2.2005 00:01 Kostnaðarsamt eftirlit í Svíþjóð Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum sjálfum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti sjómannanna, sem verið er að fylgjast með. Framlegð eftirlitsmanna hér á landi er mun meiri. 14.2.2005 00:01 Vill auka vægi ESB innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann kynnti um helgina hugmyndir sem auka vægi Evrópusambandsins og ýta öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, út á jaðarinn. 14.2.2005 00:01 Sögð leggja grunn að árás á Íran Stríðstólin sveima yfir Íran, samkvæmt fregnum bandarískra fjölmiðla, sem segja stjórnvöld í Washington leggja grunninn að innrás. 14.2.2005 00:01 Eiður tekinn fyrir ölvunarakstur Eiður Smári Guðjónssen var í gærmorgun handsamaður fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Frá þessu er greint í breskum fjölmiðlum í dag. Talið er að Eiður hafi verið úti að skemmta sér með félögum sínum í Chelsea eftir sigur á Everton daginn áður. 14.2.2005 00:01 Öflug sprenging í Beirút Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust í öflugri sprengingu í Beirút í Líbanon fyrir stundu. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons ók þar fram hjá. Nokkrir bílanna lentu í sprengingunni, sem var mjög öflug, en óljóst er um örlög forsætisráðherrans fyrrverandi. 14.2.2005 00:01 Langflestir komu frá Portúgal Langflestir útlendingar sem fluttust til Íslands á síðasta ári voru frá Portúgal eða alls 520. Allt frá því um miðjan tíunda áratuginn hafa flestir aðfluttir útlendingar verið frá Póllandi. Í fyrra voru þeir hins vegar mun færri en Portúgalarnir eða 233. 164 Ítalir fluttust til landsins og 154 Danir. Langfæstir flytja til höfuðborgarsvæðisins. 14.2.2005 00:01 Engin lyf duga á HIV-afbrigðið Bráðsmitandi afbrigði HIV-veirunnar hefur fundist í Bandaríkjunum. Engin lyf virðast duga á þetta afbrigði, sem dregur menn til dauða á mun skemmri tíma en hingað til hefur sést. 14.2.2005 00:01 Vill hækka greiðslur vegna mistaka Tryggingastofnun vill láta hækka hámarksgreiðslur til sjúklinga vegna læknamistaka en þær geta ekki orðið hærri en 5,7 milljónir króna. Dæmi eru um að sjúklingar sem verða fyrir mestu tjóni tapi milljónum vegna þessa. 14.2.2005 00:01 Afnotagjöld inn í fasteignaskatta Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, segist mótfallin því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins. Hún segir hættulegt að fela framkvæmdavaldinu reksturinn og vill láta fella afnotagjöld inn í fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði og fyrirtækjum. 14.2.2005 00:01 Hariri lést í sprengingu í Beirút Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá. 14.2.2005 00:01 Lestarslys í Kaupmannahöfn Talið er að um tuttugu hafi slasast, þar af tveir alvarlega, eftir lestarslys norðan við Lyngby-járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Slysið var þegar lest á leið í suðurátt ók inn í hliðina á kyrrstæðri lest við norðurenda stöðvarinnar. Að sögn <em>Berlingske Tidende</em> eru lestarstjórarnir tveir mest slasaðir. 14.2.2005 00:01 Fjórfalt dýrari í búð en á markaði Ýsuflökin fjórfaldast í verði á leiðinni frá markaði í búðarborðið samkvæmt frétt á vefritinu Skip.is.Ýsuverð á mörkuðunum hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og misserum en lítil verðlækkun hefur hins vegar orðið á soðningunni í verslunum. Meðalverð á ýsu á fiskmörkuðum landsins síðastliðinn mánuð hefur verið um 93 krónur fyrir kílóið en meðalverð á ýsuflökum í verslunum er hins vegar um 800 krónur. 14.2.2005 00:01 Ekki bein pólitísk afskipti Menntamálaráðherra ætlar að afnema afnotagjöld og breyta jafnframt fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins. Pólitískt skipað útvarpsráð heyrir hugsanlega sögunni til - í það minnsta bein afskipti stjórnmálaflokka af rekstri Ríkisútvarpsins. </font /></b /> 14.2.2005 00:01 RSV-faraldurinn skæður í ár Hinn árlegi RSV-faraldur sem gerði fyrst vart við sig um miðjan desember hefur valdið meiri einkennum hjá heilbrigðum börnum en undanfarin ár og hafa mörg verið lögð inn á sjúkrahús sökum þessa. RSV-tilfellum fjölgaði ekki að ráði fyrr en um mánaðamótin janúar-febrúar þegar inflúensufaraldurinn virtist vera í rénun. 14.2.2005 00:01 Býður eftirlitsmenn velkomna Utanríkisráðherra Írans lýsti því yfir í dag að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna væri velkomið skoða þá staði í landinu þar sem kjarnorkueldsneyti er framleitt. Þessi orð lét hann falla í kjölfar deilna Írana og Bandaríkjanna um kjarnorkumál, en þeir síðarnefndu telja Írana reyna að smíða kjarnavopn. 14.2.2005 00:01 Lenti á húsi í Þykkvabæ Stór flutningabifreið rann til í hálku og lenti á einbýlishúsi í Þykkvabæ. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni og lenti á gafli hússins sem er notað sem sumarhús. Bifreiðin er föst með framhliðina í einu svefnherbergi hússins. Ökumaðurinn slapp að mestu leyti ómeiddur og húsið var mannlaust þegar óhappið varð. 14.2.2005 00:01 Farið að kostunarreglum Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi um kostun dagskrárliða í útvarpi og sjónvarpi. 14.2.2005 00:01 Myrti einn kennara og særði annan Nú er komið í ljós að japanski drengurinn sem réðst vopnaður hnífi inn í barnaskóla í bænum Neyjagawa skammt frá Osaka í Japan myrti 52 ára kennara. Þá særði drengurinn tvo aðra alvarlega með hnífi, sextuga kennslukonu sem er talin í lífshættu og starfsmann mötuneytis. 14.2.2005 00:01 Tryggingavernd lægri hér Lágmarksfjárhæð tryggingaverndar er lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Hún er hins vegar í samræmi við lágmarksfjárhæð tryggingaverndar í flestum ESB-ríkjunum. 14.2.2005 00:01 Fangelsið ekki mannsæmandi Fangelsið á Akureyri er ekki mannsæmandi. Fangarnir hafa ekkert við að vera, aðstaða til útivistar er ófullnægjandi, loftræsting í klefum léleg. Taka þarf bygginguna í gegn frá grunni, segir fangelsisstjórinn. </font /></b /> 14.2.2005 00:01 Breytt skipulag vegna stækkunar Breyting á skipulagi sem tengist fyrirhugaðri stækkun á barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut hefur nú verið auglýst. 14.2.2005 00:01 Komust burt með tíu milljónir Bankaræningjar komust undan með andvirði tíu milljóna íslenskra króna eftir bankarán í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Ræningjarnir voru tveir og hótuðu starfsfólki með skammbyssu og afsagaðri haglabyssu. Þeir voru í bankanum í tæpa klukkustund og yfirheyrðu starfsfólkið hvert í sínu lagi um hver hefði aðgang að bankahólfum. 14.2.2005 00:01 Tvær lóðir auglýstar á Reyðarfirði Á næstu vikum verða auglýstar tvær lóðir sem liggja að álverinu á Reyðarfirði. Þær eru sérstaklega ætlaðar fyrir aðila sem vilja þjónusta álverið í framtíðinni og jafnvel fleiri álver frá Reyðarfirði. 14.2.2005 00:01 Rauð blóm bönnuð í Sádi-Arabíu Vesturlandabúar tjá margir hverjir ást sína með rauðum rósum á Valentínusardaginn, sem er í dag. Í Sádi-Arabíu er hins vegar með öllu bannað að selja rauð blóm í kringum þennan dag elskenda. Strangtrúaðir múslímar eru í herferð gegn þessum degi því samkvæmt þeirra sannfæringu eru aðeins tvær trúarhátíðir á ári, hátíðarhöld eftir föstuna og Haj-pílagrímaförin. 14.2.2005 00:01 Harma ályktun þingmanna Samtök íþróttafréttamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau harma þingsályktunartillögu fimmtán þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema beri þýðingarskyldu á beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Þá segir í ályktuninni að Samtök íþróttafréttamanna fordæmi ítrekuð lögbrot Skjás eins með því að sjónvarpa enskum knattspyrnuleikjum og samantektarþáttum af þeim með lýsingum á ensku. 14.2.2005 00:01 Vill eitt landsnet Þingflokkur Vinstri - grænna hvetur til þess að grunnnet Símans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar verði sameinuð í eitt landsnet sem verði í eigu ríkis og sveitarfélaga og nái til allra landsmanna. Þingflokkurinn telur að verði Síminn seldur með grunnnetinu muni verða til í landinu tvöfalt, að hluta til einkavætt gagnaflutningskerfi með gríðarlegum tilkostnaði. 14.2.2005 00:01 Syrgja Hariri á götum úti Stuðningsmenn Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem lét lífið þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag, fara nú hrópandi um götur borgarinnar til að láta í ljós reiði sína og sorg vegna tilræðisins. Alls fórust tólf manns og tugir slösuðust þegar sprengjan sprakk í sömu andrá og bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók hjá. 14.2.2005 00:01 35 látnir í eldsvoða í Teheran Þrjátíu og fimm létust um það bil 200 slösuðust í eldsvoða í mosku í Teheran í Íran fyrr í dag. Íranska ríkissjónvarpið segir að eldur hafi kviknað út frá rafmagnshitablásara, en fjölmenni var við bænir í moskunni enda stutt í mikla trúarhátíð hjá sjítamúslímum. 14.2.2005 00:01 Öngþveiti í Madrid Loka þurfti götum kringum háhýsið sem brann til kaldra kola í Madríd um helgina. Samgöngur lömuðust og fleiri þúsundir komust ekki til vinnu sinnar þar sem hætta var á að turninn félli alveg saman. </font /></b /> 14.2.2005 00:01 Grunaður um ölvun undir stýri Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Chelsea og Íþróttamaður ársins 2004, var tekinn ölvaður undir stýri aðfaranótt sunnudagsins eftir að hafa tekið þátt í gleðskap með öðrum leikmönnum Chelsea. Voru þeir að fagna góðu gengi liðsins en á laugardaginn lagði liðið Everton á útivelli og skoraði Eiður Smári sigurmark liðsins. 14.2.2005 00:01 Skattayfirvöld draga lappirnar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að skattayfirvöld rannsaki sérstaklega fyrirtæki sem grunuður eru um að stunda svarta atvinnustarfsemi. Óþolandi sé fyrir heiðarleg fyrirtæki að keppa við fyrirtæki sem svíkist um. Ríkisskattstjóri bíður eftir ábendingum. 14.2.2005 00:01 Skorið úr um foreldra Nú liggur fyrir hverjir eru foreldrar þriggja mánaða gamals drengs sem lagður var inn á sjúkrahús eftir flóðbylgjuna á Indlandshafi. Niðurstaða lífsýnatöku sýnir að hjón sem börðust hvað harðast fyrir því að fá drenginn eru raunverulegir foreldrar hans. 14.2.2005 00:01 Cesar kominn til Maryland Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist alvarlega í Írak, er kominn á hersjúkrahús í Maryland í Bandaríkjunum. Móðir hans fór utan í dag og vonast hún til að hitta hann strax á morgun. Cesar Arnar særðist alvarlega í sprengjuárás og missti meðal annars sjón á öðru auga. 14.2.2005 00:01 625 lík hafa fundist Staðfest er að 625 erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra ríflega 167 þúsund fórnarlamba flóðbylgjunnar í Indlandshafi sem hafa fundist látin. Enn er tuga þúsunda manna saknað, þar af meira en tvö þúsund erlendra ríkisborgara. 14.2.2005 00:01 Háir hælar og Viagra til Indónesíu Vesturlandabúar hafa verið duglegir að safna hjálpargögnum fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Þó hafa gjafirnar komið að misjöfnu gagni og í raun ótrúlegustu hlutir sem hafa verið sendir til fólks sem á um sárt að binda. 14.2.2005 00:01 Íranir sverja af sér sakir Írönsk stjórnvöld eru ekki að þróa kjarnorkuvopn að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Bandarískt stjórnvöld og Evrópusambandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. 14.2.2005 00:01 Björguðu lífi vinar síns Ellefu ára gamlir drengir björguðu lífi vinar síns á laugardaginn sem fékk gat á lungað. Þeir óku honum í búðarkerru og héldu á honum í strætó. Þetta eru ofurhetjur segir móðir drengsins sem veiktist. 14.2.2005 00:01 Álag og forgangsröðun valda töfum Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. 14.2.2005 00:01 700 króna verðmunur á soðningu Allt að sjö hundruð króna verðmunur getur verið á soðningunni út úr búð þessa dagana. Skýringanna er að leita í mismunandi kröfum viðskiptavina. 14.2.2005 00:01 Windsor-byggingin ekki endurreist Háhýsið sem brann í Madríd á Spáni um helgina er rústir einar, en það tók slökkviliðið sólarhring að slökkva eldinn. Windsor-byggingin er 32 hæða en lítið stendur eftir annað en burðarveggir. Byggingin var þekkt í Madríd en ekki er búist við því að hún verði endurreist. Svæðið í kring er enn lokað af þar sem óttast er að byggingin hrynji. Ekki liggur enn fyrir hvað olli brunanum. 14.2.2005 00:01 Byggðakvóti með kvöðum Þeim sem fá byggðakvóta úthlutað í Sandgerði verður gert að auka heildarkvóta bæjarfélagsins. Ekki hefur verið ákveðið hvort þeim verði gert að kaupa eða leigja hann. 14.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Skemmdu olíuleiðslur í Kirkuk Uppreisnarmenn skemmdu í gærkvöldi gas- og olíuleiðslur í borginni Kirkuk í Írak. Tvær stórar sprengingar urðu í kjölfarið og í morgun voru slökkviliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlögum mikilla elda sem brutust út vegna skemmdarverkanna. 14.2.2005 00:01
Kostnaður meiri en aflaverðmæti Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti þeirra skipa sem verið er að fylgjast með. Þetta er niðurstaða sænskra blaða- og fréttamanna í Gautaborg sem könnuðu málið. 14.2.2005 00:01
Særður eftir árás á hermann Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu. 14.2.2005 00:01
Vill endurskoða starf innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu. 14.2.2005 00:01
Kostnaðarsamt eftirlit í Svíþjóð Sænskur eftirlitsiðnaður með sjávarútvegi þar í landi er vaxinn sjávarútvegnum sjálfum yfir höfuð þar sem hann kostar meira en sem nemur aflaverðmæti sjómannanna, sem verið er að fylgjast með. Framlegð eftirlitsmanna hér á landi er mun meiri. 14.2.2005 00:01
Vill auka vægi ESB innan NATO Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann kynnti um helgina hugmyndir sem auka vægi Evrópusambandsins og ýta öðrum þjóðum, þar á meðal Íslandi, út á jaðarinn. 14.2.2005 00:01
Sögð leggja grunn að árás á Íran Stríðstólin sveima yfir Íran, samkvæmt fregnum bandarískra fjölmiðla, sem segja stjórnvöld í Washington leggja grunninn að innrás. 14.2.2005 00:01
Eiður tekinn fyrir ölvunarakstur Eiður Smári Guðjónssen var í gærmorgun handsamaður fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Frá þessu er greint í breskum fjölmiðlum í dag. Talið er að Eiður hafi verið úti að skemmta sér með félögum sínum í Chelsea eftir sigur á Everton daginn áður. 14.2.2005 00:01
Öflug sprenging í Beirút Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust í öflugri sprengingu í Beirút í Líbanon fyrir stundu. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons ók þar fram hjá. Nokkrir bílanna lentu í sprengingunni, sem var mjög öflug, en óljóst er um örlög forsætisráðherrans fyrrverandi. 14.2.2005 00:01
Langflestir komu frá Portúgal Langflestir útlendingar sem fluttust til Íslands á síðasta ári voru frá Portúgal eða alls 520. Allt frá því um miðjan tíunda áratuginn hafa flestir aðfluttir útlendingar verið frá Póllandi. Í fyrra voru þeir hins vegar mun færri en Portúgalarnir eða 233. 164 Ítalir fluttust til landsins og 154 Danir. Langfæstir flytja til höfuðborgarsvæðisins. 14.2.2005 00:01
Engin lyf duga á HIV-afbrigðið Bráðsmitandi afbrigði HIV-veirunnar hefur fundist í Bandaríkjunum. Engin lyf virðast duga á þetta afbrigði, sem dregur menn til dauða á mun skemmri tíma en hingað til hefur sést. 14.2.2005 00:01
Vill hækka greiðslur vegna mistaka Tryggingastofnun vill láta hækka hámarksgreiðslur til sjúklinga vegna læknamistaka en þær geta ekki orðið hærri en 5,7 milljónir króna. Dæmi eru um að sjúklingar sem verða fyrir mestu tjóni tapi milljónum vegna þessa. 14.2.2005 00:01
Afnotagjöld inn í fasteignaskatta Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður Vinstri - grænna, segist mótfallin því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins. Hún segir hættulegt að fela framkvæmdavaldinu reksturinn og vill láta fella afnotagjöld inn í fasteignaskatta af íbúðarhúsnæði og fyrirtækjum. 14.2.2005 00:01
Hariri lést í sprengingu í Beirút Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá. 14.2.2005 00:01
Lestarslys í Kaupmannahöfn Talið er að um tuttugu hafi slasast, þar af tveir alvarlega, eftir lestarslys norðan við Lyngby-járnbrautarstöðina í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Slysið var þegar lest á leið í suðurátt ók inn í hliðina á kyrrstæðri lest við norðurenda stöðvarinnar. Að sögn <em>Berlingske Tidende</em> eru lestarstjórarnir tveir mest slasaðir. 14.2.2005 00:01
Fjórfalt dýrari í búð en á markaði Ýsuflökin fjórfaldast í verði á leiðinni frá markaði í búðarborðið samkvæmt frétt á vefritinu Skip.is.Ýsuverð á mörkuðunum hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og misserum en lítil verðlækkun hefur hins vegar orðið á soðningunni í verslunum. Meðalverð á ýsu á fiskmörkuðum landsins síðastliðinn mánuð hefur verið um 93 krónur fyrir kílóið en meðalverð á ýsuflökum í verslunum er hins vegar um 800 krónur. 14.2.2005 00:01
Ekki bein pólitísk afskipti Menntamálaráðherra ætlar að afnema afnotagjöld og breyta jafnframt fyrirkomulagi Ríkisútvarpsins. Pólitískt skipað útvarpsráð heyrir hugsanlega sögunni til - í það minnsta bein afskipti stjórnmálaflokka af rekstri Ríkisútvarpsins. </font /></b /> 14.2.2005 00:01
RSV-faraldurinn skæður í ár Hinn árlegi RSV-faraldur sem gerði fyrst vart við sig um miðjan desember hefur valdið meiri einkennum hjá heilbrigðum börnum en undanfarin ár og hafa mörg verið lögð inn á sjúkrahús sökum þessa. RSV-tilfellum fjölgaði ekki að ráði fyrr en um mánaðamótin janúar-febrúar þegar inflúensufaraldurinn virtist vera í rénun. 14.2.2005 00:01
Býður eftirlitsmenn velkomna Utanríkisráðherra Írans lýsti því yfir í dag að eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna væri velkomið skoða þá staði í landinu þar sem kjarnorkueldsneyti er framleitt. Þessi orð lét hann falla í kjölfar deilna Írana og Bandaríkjanna um kjarnorkumál, en þeir síðarnefndu telja Írana reyna að smíða kjarnavopn. 14.2.2005 00:01
Lenti á húsi í Þykkvabæ Stór flutningabifreið rann til í hálku og lenti á einbýlishúsi í Þykkvabæ. Ökumaður missti stjórn á bifreiðinni og lenti á gafli hússins sem er notað sem sumarhús. Bifreiðin er föst með framhliðina í einu svefnherbergi hússins. Ökumaðurinn slapp að mestu leyti ómeiddur og húsið var mannlaust þegar óhappið varð. 14.2.2005 00:01
Farið að kostunarreglum Kolbrún Halldórsdóttir alþingiskona hefur lagt fram fyrirspurn til menntamálaráðherra á Alþingi um kostun dagskrárliða í útvarpi og sjónvarpi. 14.2.2005 00:01
Myrti einn kennara og særði annan Nú er komið í ljós að japanski drengurinn sem réðst vopnaður hnífi inn í barnaskóla í bænum Neyjagawa skammt frá Osaka í Japan myrti 52 ára kennara. Þá særði drengurinn tvo aðra alvarlega með hnífi, sextuga kennslukonu sem er talin í lífshættu og starfsmann mötuneytis. 14.2.2005 00:01
Tryggingavernd lægri hér Lágmarksfjárhæð tryggingaverndar er lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Hún er hins vegar í samræmi við lágmarksfjárhæð tryggingaverndar í flestum ESB-ríkjunum. 14.2.2005 00:01
Fangelsið ekki mannsæmandi Fangelsið á Akureyri er ekki mannsæmandi. Fangarnir hafa ekkert við að vera, aðstaða til útivistar er ófullnægjandi, loftræsting í klefum léleg. Taka þarf bygginguna í gegn frá grunni, segir fangelsisstjórinn. </font /></b /> 14.2.2005 00:01
Breytt skipulag vegna stækkunar Breyting á skipulagi sem tengist fyrirhugaðri stækkun á barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut hefur nú verið auglýst. 14.2.2005 00:01
Komust burt með tíu milljónir Bankaræningjar komust undan með andvirði tíu milljóna íslenskra króna eftir bankarán í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Ræningjarnir voru tveir og hótuðu starfsfólki með skammbyssu og afsagaðri haglabyssu. Þeir voru í bankanum í tæpa klukkustund og yfirheyrðu starfsfólkið hvert í sínu lagi um hver hefði aðgang að bankahólfum. 14.2.2005 00:01
Tvær lóðir auglýstar á Reyðarfirði Á næstu vikum verða auglýstar tvær lóðir sem liggja að álverinu á Reyðarfirði. Þær eru sérstaklega ætlaðar fyrir aðila sem vilja þjónusta álverið í framtíðinni og jafnvel fleiri álver frá Reyðarfirði. 14.2.2005 00:01
Rauð blóm bönnuð í Sádi-Arabíu Vesturlandabúar tjá margir hverjir ást sína með rauðum rósum á Valentínusardaginn, sem er í dag. Í Sádi-Arabíu er hins vegar með öllu bannað að selja rauð blóm í kringum þennan dag elskenda. Strangtrúaðir múslímar eru í herferð gegn þessum degi því samkvæmt þeirra sannfæringu eru aðeins tvær trúarhátíðir á ári, hátíðarhöld eftir föstuna og Haj-pílagrímaförin. 14.2.2005 00:01
Harma ályktun þingmanna Samtök íþróttafréttamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau harma þingsályktunartillögu fimmtán þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema beri þýðingarskyldu á beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Þá segir í ályktuninni að Samtök íþróttafréttamanna fordæmi ítrekuð lögbrot Skjás eins með því að sjónvarpa enskum knattspyrnuleikjum og samantektarþáttum af þeim með lýsingum á ensku. 14.2.2005 00:01
Vill eitt landsnet Þingflokkur Vinstri - grænna hvetur til þess að grunnnet Símans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar verði sameinuð í eitt landsnet sem verði í eigu ríkis og sveitarfélaga og nái til allra landsmanna. Þingflokkurinn telur að verði Síminn seldur með grunnnetinu muni verða til í landinu tvöfalt, að hluta til einkavætt gagnaflutningskerfi með gríðarlegum tilkostnaði. 14.2.2005 00:01
Syrgja Hariri á götum úti Stuðningsmenn Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, sem lét lífið þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag, fara nú hrópandi um götur borgarinnar til að láta í ljós reiði sína og sorg vegna tilræðisins. Alls fórust tólf manns og tugir slösuðust þegar sprengjan sprakk í sömu andrá og bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók hjá. 14.2.2005 00:01
35 látnir í eldsvoða í Teheran Þrjátíu og fimm létust um það bil 200 slösuðust í eldsvoða í mosku í Teheran í Íran fyrr í dag. Íranska ríkissjónvarpið segir að eldur hafi kviknað út frá rafmagnshitablásara, en fjölmenni var við bænir í moskunni enda stutt í mikla trúarhátíð hjá sjítamúslímum. 14.2.2005 00:01
Öngþveiti í Madrid Loka þurfti götum kringum háhýsið sem brann til kaldra kola í Madríd um helgina. Samgöngur lömuðust og fleiri þúsundir komust ekki til vinnu sinnar þar sem hætta var á að turninn félli alveg saman. </font /></b /> 14.2.2005 00:01
Grunaður um ölvun undir stýri Eiður Smári Guðjohnsen, knattspyrnumaður með Chelsea og Íþróttamaður ársins 2004, var tekinn ölvaður undir stýri aðfaranótt sunnudagsins eftir að hafa tekið þátt í gleðskap með öðrum leikmönnum Chelsea. Voru þeir að fagna góðu gengi liðsins en á laugardaginn lagði liðið Everton á útivelli og skoraði Eiður Smári sigurmark liðsins. 14.2.2005 00:01
Skattayfirvöld draga lappirnar Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins vill að skattayfirvöld rannsaki sérstaklega fyrirtæki sem grunuður eru um að stunda svarta atvinnustarfsemi. Óþolandi sé fyrir heiðarleg fyrirtæki að keppa við fyrirtæki sem svíkist um. Ríkisskattstjóri bíður eftir ábendingum. 14.2.2005 00:01
Skorið úr um foreldra Nú liggur fyrir hverjir eru foreldrar þriggja mánaða gamals drengs sem lagður var inn á sjúkrahús eftir flóðbylgjuna á Indlandshafi. Niðurstaða lífsýnatöku sýnir að hjón sem börðust hvað harðast fyrir því að fá drenginn eru raunverulegir foreldrar hans. 14.2.2005 00:01
Cesar kominn til Maryland Cesar Arnar Sanchez, íslenski hermaðurinn sem særðist alvarlega í Írak, er kominn á hersjúkrahús í Maryland í Bandaríkjunum. Móðir hans fór utan í dag og vonast hún til að hitta hann strax á morgun. Cesar Arnar særðist alvarlega í sprengjuárás og missti meðal annars sjón á öðru auga. 14.2.2005 00:01
625 lík hafa fundist Staðfest er að 625 erlendir ríkisborgarar voru á meðal þeirra ríflega 167 þúsund fórnarlamba flóðbylgjunnar í Indlandshafi sem hafa fundist látin. Enn er tuga þúsunda manna saknað, þar af meira en tvö þúsund erlendra ríkisborgara. 14.2.2005 00:01
Háir hælar og Viagra til Indónesíu Vesturlandabúar hafa verið duglegir að safna hjálpargögnum fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Þó hafa gjafirnar komið að misjöfnu gagni og í raun ótrúlegustu hlutir sem hafa verið sendir til fólks sem á um sárt að binda. 14.2.2005 00:01
Íranir sverja af sér sakir Írönsk stjórnvöld eru ekki að þróa kjarnorkuvopn að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Bandarískt stjórnvöld og Evrópusambandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. 14.2.2005 00:01
Björguðu lífi vinar síns Ellefu ára gamlir drengir björguðu lífi vinar síns á laugardaginn sem fékk gat á lungað. Þeir óku honum í búðarkerru og héldu á honum í strætó. Þetta eru ofurhetjur segir móðir drengsins sem veiktist. 14.2.2005 00:01
Álag og forgangsröðun valda töfum Álag og forgangsröðun valda töfum á minni háttar sakamálum, segir sýslumaðurinn í Hafnarfirði. Svona verði þetta áfram, segir hann, þótt héraðsdómari segi embættið hafa brotið bæði lög og mannréttindi þegar það dróst í fjórtán mánuði að gefa út ákæru. 14.2.2005 00:01
700 króna verðmunur á soðningu Allt að sjö hundruð króna verðmunur getur verið á soðningunni út úr búð þessa dagana. Skýringanna er að leita í mismunandi kröfum viðskiptavina. 14.2.2005 00:01
Windsor-byggingin ekki endurreist Háhýsið sem brann í Madríd á Spáni um helgina er rústir einar, en það tók slökkviliðið sólarhring að slökkva eldinn. Windsor-byggingin er 32 hæða en lítið stendur eftir annað en burðarveggir. Byggingin var þekkt í Madríd en ekki er búist við því að hún verði endurreist. Svæðið í kring er enn lokað af þar sem óttast er að byggingin hrynji. Ekki liggur enn fyrir hvað olli brunanum. 14.2.2005 00:01
Byggðakvóti með kvöðum Þeim sem fá byggðakvóta úthlutað í Sandgerði verður gert að auka heildarkvóta bæjarfélagsins. Ekki hefur verið ákveðið hvort þeim verði gert að kaupa eða leigja hann. 14.2.2005 00:01