Erlent

Vill endurskoða starf innan NATO

Hætta er á að Atlantshafsbandalagið verði úrelt verði ekki brugðist við, að mati Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands. Hann telur nauðsynlegt að koma á fót nýjum vettvangi til að samhæfa stefnu og aðgerðir stjórnvalda í Washington og Evrópusambandsins. Schröder er einnig á því að Evrópusambandið eigi að hafa meiri völd í bandalaginu. Verði þessum hugmyndum hrint í framkvæmd eru það slæm tíðindi fyrir þær bandalagsþjóðir sem standa utan Evrópusambandsins: Noreg, Kanada, Tyrkland og Ísland, að mati Jans Petersens, utanríkisráðherra Noregs. Hugmyndir Schröders voru kynntar á öryggisráðstefnu í München um helgina og vöktu þar bæði mikla athygli og hörð viðbrögð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×