Innlent

Fjórfalt dýrari í búð en á markaði

Ýsuflökin fjórfaldast í verði á leiðinni frá markaði í búðarborðið samkvæmt frétt á vefritinu Skip.is.Ýsuverð á mörkuðunum hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum og misserum en lítil verðlækkun hefur hins vegar orðið á soðningunni í verslunum. Meðalverð á ýsu á fiskmörkuðum landsins síðastliðinn mánuð hefur verið um 93 krónur fyrir kílóið en meðalverð á ýsuflökum í verslunum er hins vegar um 800 krónur. Miðað við 45 prósenta nýtingu er verðið á mörkuðunum um 200 krónur. Fisksalar fá því um 600 krónur á hvert kíló í vinnu- og sölulaun fyrir ýsuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×