Innlent

RSV-faraldurinn skæður í ár

Hinn árlegi RSV-faraldur sem gerði fyrst vart við sig miðjan desember hefur valdið meiri einkennum hjá heilbrigðum börnum en undanfarin ár og hafa mörg verið lögð inn á sjúkrahús sökum þessa. RSV-tilfellum fjölgaði ekki að ráði fyrr en um mánaðamótin janúar-febrúar þegar inflúensufaraldurinn virtist vera í rénun. Í nýju fréttabréfi, Farsótttarfréttir, sem sóttvarnalæknir gefur út segir að búast megi við að um helmingur allra barna undir eins árs aldri fái sýkinguna en þessi hópur fái að jafnaði alvarlegustu einkennin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×