Fleiri fréttir

Vill þyrma þrem húsum við Laugaveg

Borgarminjavörður vill þyrma þremur gömlum húsum við Laugaveg af þeim 25 sem borgaryfirvöld hafa leyft að verði rifin. Meðal vegfarenda um Laugaveg voru mjög skiptar skoðanir. Kofarnir mega fjúka, sögðu sumir, á meðan aðrir gráta gamlar minjar.

Óttast að nýr stofn breiðist út

Nýr og ógnvekjandi stofn HIV-veirunnar var greindur í New York í síðustu viku. Engin lyf virðast duga á veiruna og hún leiðir til alnæmis mun hraðar en þekkst hefur hingað til. Óttast er að nýr stofn lyfjaónæmrar HIV-veiru breiðist nú út.

Vill vernd fyrir sparifjáreigendur

Íslendingar eiga 280 milljarða króna inni á bankareikningum sínum. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, óttast að sú staða komi upp að bankarnir geti ekki greitt þetta út og vill aukna vernd fyrir sparifjáreigendur.

Svaf ekki eftir ránið

Starfsfólk í verslunum þar sem ræningi lét til skarar skríða í fyrri viku segist vera að jafna sig. Starfsmaður í söluturni átti við svefntruflanir að stríða í kjölfar ráns. Eigandinn segir fólk almennt svartsýnt á þjóðfélagsástandið. </font /></b />

Björguðu lífi vinar síns

Tveir ellefu ára drengir unnu hetjudáð um helgina þegar þeir björguðu lífi tíu ára vinar síns. Þremeningarnir voru í Kringlunni þegar einn þeirra fann fyrir miklum verk, en í ljós kom að hann var með gat á lunga. Hundur eins var með þeim og varð það til þess að strætóbílstjóri neitaði þeim um far.

Skýjakljúfur á Spáni í björtu báli

Einn hæsti skýjakljúfur Madrídar, höfuðborgar Spánar, stóð í björtu báli í nótt. Eldur kom upp í Windsor-turninum svokallaða, sem er 110 metra hár, á 21. hæð hans um klukkan 9 í gærkvöld. Eldurinn breiddist hratt út og upp á við.

Fékk heilahristing í áflogum

Tilkynnt var um líkamsárás til lögreglunnar á Ísafirði snemma í morgun. Áflog höfðu brotist út milli manna sem slógust í íbúðargötu í bænum. Þau enduðu með því að einn var fluttur á sjúkrahús og talið var að hann hefði fengið heilahristing. Þá var maður íklæddur lögreglubúningi handtekinn í Reykjavík.

Sjítar með 60% atkvæða?

Sameinaða Íraks-bandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, segir því hafi verið tilkynnt að það hafi fengið sextíu prósent atkvæða í þingkosningunum sem haldnar voru á dögunum. Opinberlega verður greint frá úrslitum kosninganna í Írak síðar í dag.

Mosfellsheiði ófær fólksbílum

Í nágrenni Reykjavíkur er aðeins fært jeppum og stórum bílum um Mosfellsheiði og Kjósarskarð. Á Vestfjörðum og Norðurlandi er víða verið að hreinsa vegi, um hálsa til Patreksfjarðar og um Ísafjarðardjúp til Ísafjarðar.

Hætta á fleiri kjarnorkuvopnum

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag að ef þjóðir heims hertu ekki eftirlit og reglur um kjarnorkuvopn væri hætta á því að hvert landið af öðru kæmi sér upp slíkum vopnum.

Skíðasvæði víða opin

Skíðasvæðið á Siglufirði er opið til klukkan fjögur í dag. Þar er ágætis veður, gott færi og nægur snjór. Skíða- og snjóbrettasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður opið til klukkan fimm. Þar lítur vel út með veður og dagurinn ætti því að geta orðið góður til útiveru nyrðra.

Pyntaður með rafmagni á Guantanamo

Ástrali sem nýlega var látinn laus úr Guantanamo-fangelsinu á Kúbu segist hafa verið laminn og pyntaður á meðan hann var í haldi Bandaríkjamanna. Þetta kemur fram í viðtali við hann í fréttaþættinum <em>60 mínútur</em> sem sýndur verður í Bandaríkjunum í kvöld.

Skattur á flugvélaeldsneyti

Þjóðverjar munu í þessari viku leggja til við fjármálaráðherra Evrópusambandsins að sérstakur skattur verði lagður á flugvélaeldsneyti. Það mun valda hækkun á flugfargjöldum. Búist er við að Þjóðverjar leggi til að þessi skattur verði 25 þúsund krónur á hvert tonn af flugvélaeldsneyti.

Safna fyrir sneiðmyndatæki

Hollvinasamtök Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað standa þessa dagana fyrir söfnun til að fjármagna kaup á sneiðmyndatæki sem samtökin ætla að gefa sjúkrahúsinu. Sigurður Rúnar Ragnarsson, sóknarprestur í Neskaupstað, segir að svona tæki kosti um 18 milljónir króna.

Missir sjón á öðru auga

Íslenski hermaðurinn sem slasaðist í Írak í síðustu viku missti sjón á öðru auga. Hann fékk líka járnflís undir aðra hnéskelina sem skar í sundur taugar og gerir það að verkum að Cesar getur ekki lyft tánum

Páfi flutti hluta blessunarinnar

Jóhannes Páll páfi flutti í dag sína fyrstu sunnudagsblessun síðan hann var útskrifaður af sjúkrahúsi í síðustu viku. Páfi var mjög veiklulegur og flutti aðeins hluta af blessuninni sjálfur; aðstoðarmenn hans lásu hitt. Páfi þakkaði þeim sem báðu fyrir honum í veikindum hans og gerði krossmark yfir mannfjöldanum. </font />

Erfitt að taka við friðargæslunni

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið.

Erfitt að taka við friðargæslunni

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að erfitt yrði fyrir samtökin að taka við friðargæslu í Írak af Bandaríkjamönnum. Annan var spurður um þetta mál á öryggismálaráðstefnu sem nú stendur yfir í Þýskalandi og leist ekki meira en svo á hugmyndina. Hann útilokaði þó ekki að af þessu gætu orðið.

Sjíta-múslimar sigurvegarar í Írak

Sameinaða Íraksbandalagið, sem er samsteypa margra pólitískra samtaka sjíta-múslima, er sigurvegari þingkosninganna í Írak sem haldnar voru á dögunum. Flokkurinn fékk 47,6% atkvæða en niðurstöðurnar voru gerðar kunngjörðar nú fyrir stundu.

900 útköll í Danmörku vegna færðar

Mikil snjór liggur nú yfir allri Danmörku og hefur björgunarþjónusta við bifreiðaeigendur fengið yfir 900 útköll síðan í gærkvöld. Lögregla víða um landið ræður fólki frá því að vera á ferðinni og að sleppa sunnudagsbíltúrnum að þessu sinni.

Draga lærdóm af mistökum ráðherra

Ungir jafnaðarmenn segja að draga verði lærdóm af mistökum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherraog Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra í Íraksmálinu. Samtökin vilja fyrir alla muni, og telja víst að þorri þjóðarinnar sé því sammála, að hindra verði að slík mistök geti endurtekið sig.

Banna sölu rauðra rósa

Trúarbragðalöggan í Sádi-Arabíu er nú í viðbragðsstöðu vegna Valentínusardagsins sem er á morgun. Sádar telja þennan dag elskenda ekki samrýmast sínum ströngu trúarbrögðum og vilja því ekkert tilstand í sínu landi. Meðal ráðstafana sem gripið hefur verið til er að banna blómasölum að selja rauðar rósir síðustu dagana fram að Valentínusardeginum.

60 ár frá loftárásinni á Dresden

Íbúar í Dresden í Þýskalandi minntust þess í dag að 60 ár eru liðin síðan bandamenn gerðu loftárás á borgina í Síðari heimsstyrjöldinni. Árásin var ein sú mannskæðasta í stríðinu en talið er að um 35 þúsund manns hafi látið lífið, þó margir haldi því fram að mannfallið hafi verið miklu meira.

Borga ekki lausnargjald

Stjórnvöld á Ítalíu ætla ekki að greiða lausnargjald fyrir ítölsku blaðakonuna Giuliönu Sgrena sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í rúma viku. Utanríkisráðherra landsins sagði í dag að leitað verði diplómatískra leiða til að fá blaðakonuna lausa því ítalska ríkisstjórnin hafi ekki áhuga á að eiga í hvers konar viðskiptum við glæpamenn.

Fékk stungusár í brjóstkassa

Karlmaður á fimmtugsaldri var fluttur á slysadeild í dag með stungusár í brjóstkassa eftir að sambýliskona hans kastaði hnífi í hann. Að sögn lögreglu lenti fólkið í orðaskaki á heimili sínu í Breiðholti á ellefta tímanum í morgun sem endaði með því að konan greip til eggvopnsins og kastaði því í manninn.

Karlkynið alltaf eins

Vísindamenn hafa nú fundið enn eina sönnun þess að apar og menn, og þá kannski helst karlmenn, eru náskyldir. Nýlega var gerð tilraun á því við Duke-háskóla í Bandaríkjunum hvort karlkyns apar tækju myndir af afturenda kvenapa fram yfir ávaxtasafa.

Mesti eldsvoði í sögu Madrídar

Mesti eldsvoði í sögu Madrídar varð í nótt þegar þrjátíu og tveggja hæða skýjakljúfur stóð í björtu báli. Ekkert er eftir af honum nema skelin ein.

Drengurinn í Texas fær enga hjálp

Utanríkisráðuneytið neitaði að færa utanríkisráðherra Bandaríkjanna bréf frá fjölskyldu drengs sem er í stofufangelsi í Bandaríkjunum, á þeim forsendum að málið heyrði ekki undir ráðherrann. Sjálfur stendur drengurinn í þeirri trú að hann sé ekki nógu merkilegur til að íslensk stjórnvöld beiti sér í málinu.

Menningarsögulegt slys á Laugavegi

Borgaryfirvöld létu undan þrýstingi hagsmunaaðila þegar þau heimiluðu að láta rífa 25 gömul hús við Laugaveg. Það er mat borgarfulltrúa F-listans. Hann segir allt of langt gengið í niðurrifi og við blasi menningarsögulegt slys.

Stórsigur sjíta-múslima

Flokkabandalag sjíta-múslima vann stórsigur í þingkosningunum í Írak. Það gerðu Kúrdar einnig en súnní-múslimar eru úti í kuldanum. Það gæti valdið miklum vandræðum.

Ingibjörg gleymir holræsagjaldinu

"Hún er að segja ósatt," segir Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um þau orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrum borgarstjóra, í Fréttablaðinu á laugardag að álagningarhlutfall fasteignagjalda hafi ekki hækkað.

Rauðar rósir bannaðar

Siðferðismálanefnd Sádi Arabíu hefur bannað blómasölum að selja rauðar rósir í tilefni Valentínusardagsins, sem er haldinn hátíðlegur víða um heim í dag. Einnig hefur þeim verið bannað að selja kort sem eru rauð á litinn.

Afnotagjöld andstæð evrópulögum

Afnotagjöld Ríkisútvarpsins verða lögð niður og eru stjórnvöld þannig að bregðast við gagnrýni ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Menntamálaráðherra leggur fram frumvarp á næstunni þar sem hlutverk RÚV verður endurskilgreint. </font /></b />

Eldra fólk vanmetur smithættuna

Miðaldra fólk er ekki nægilega vel meðvitað um þá hættu sem því stafar af kynsjúkdómum að því er fram kemur í breska blaðinu The Times. Þeim fjölgar sem sýkjast af kynsjúkdómum á aldrinum 45 til 64 ára, einkum klamidíu, herpes, vörtum og lekanda.

Gríðarleg þýðing samgöngubótanna

Fyrirhugaðar samgöngubætur á Vestfjörðum hafa gríðarlega þýðingu fyrir byggð í fjórðungnum, að mati Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Norðvesturkjördæmis.

Greiða hálfan milljarð í bætur

Stjórnendur McDonald´s hafa samþykkt að greiða rúmlega hálfan milljarð króna til að binda enda á málaferli gegn fyrirtækinu.

Átján barnaníðingar handteknir

Tilraun manns til að fá tólf ára dreng til að taka þátt í kynlífssamtölum á netinu varð til þess að hann og sautján aðrir barnaníðingar voru handteknir af spænsku lögreglunni.<font face="Helv"></font>

Hlynntur niðurfellingu

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, formaður útvarpsráðs og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins er mjög hlynntur því að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins.

Grenndarkynning barst alltof seint

Nágrannar rússneska sendiráðsins við Garðastræti 35 eru margir hverjir ósáttir við þá sjónmengun sem stafar af timburkofum sem hafa verið þar í byggingu undanfarið eitt og hálft ár.

Sjíar komast til valda í Írak

Þrjú framboð súnní-múslima og Kúrda fengu nær níu af hverjum tíu greiddum atkvæðum í kosningunum til stjórnlagaþings Íraks sem fram fóru undir lok síðasta mánaðar. Sameinaða íraska bandalagið, listinn sem var settur saman að frumkvæði hins áhrifamikla sjíaklerks Ali al-Sistani, fékk nær helming atkvæða og er langstærstur allra framboða.

Sviknir um þúsund krónur á tímann

Áætla má að meira en fimm prósent verkamanna í byggingariðnaði á suðvesturhorninu séu útlendingar sem ekki njóta fullra réttinda. Margir þeirra fá aðeins 400-600 krónur á tímann.</font /></b />

Missti sjón á öðru auga

Cesar Arnar Sanchez, tvítugur Íslendingur í Bandaríkjaher, missti sjón á öðru auga þegar flugskeyti sprakk við hlið hans í síðustu viku.

Í stolnum lögreglubúning

Maður nokkur var handtekinn í stolnum lögreglubúningi rétt fyrir klukkan fimm í fyrrinótt. Búningnum sagðist hann hafa stolið á búningalager í Þjóðleikhúsinu.

Skýjakljúfur eyðilagðist í eldi

"Þetta er mesti eldsvoðinn í sögu borgarinnar," sagði Alberto Ruiz-Gallardon, borgarstjóri í Madríd, þar sem hann stóð fyrir framan Windsor-skýjakljúfinn í miðborg Madrídar sem eyðilagðist í eldi, sem kviknaði laust fyrir miðnætti á laugardagskvöld, og brann fram eftir degi í gær.

Engan glannaskap

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna vill fara varlega með málefni Ríkisútvarpsins.

Sjá næstu 50 fréttir