Innlent

Vill eitt landsnet

Þingflokkur Vinstri - grænna hvetur til þess að grunnnet Símans, Orkuveitu Reykjavíkur og Landsvirkjunar verði sameinuð í eitt landsnet sem verði í eigu ríkis og sveitarfélaga og nái til allra landsmanna. Þingflokkurinn telur að verði Síminn seldur með grunnnetinu muni verða til í landinu tvöfalt, að hluta til einkavætt gagnaflutningskerfi með gríðarlegum tilkostnaði. Samkeppnin snúist þá fyrst og fremst um þéttbýlustu svæði landsins og veruleg hætta sé á að fólk í öðrum byggðarlögum verði afskipt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×