Erlent

Íranir sverja af sér sakir

Írönsk stjórnvöld eru ekki að þróa kjarnorkuvopn að sögn Kamel Kharrazi, utanríkisráðherra Írans. Bandarískt stjórnvöld og Evrópusambandið hafa haft miklar áhyggjur af kjarnorkuáætlun Írana. "Íran vill stuðla að kjarnorkuvopnalausum heimi," sagði Kharrazi þegar hann var í opinberri heimsókn í Ungverjalandi. "Samkvæmt okkar hugmyndafræði og trú er bannað að þróa kjarnorkuvopn og önnur gereyðingarvopn." Kharrazi segir að ef bandaríski herinn ráðist inn í landið sé alveg ljóst að Íranar verði tilbúnir. Þegar hann var spurður nánar út í hvað hann meinti með því vildi hann ekki svara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×