Innlent

Harma ályktun þingmanna

Samtök íþróttafréttamanna hafa sent frá sér ályktun þar sem þau harma þingsályktunartillögu fimmtán þingmanna Sjálfstæðisflokksins um að afnema beri þýðingarskyldu á beinum útsendingum frá íþróttaviðburðum. Þá segir í ályktuninni að Samtök íþróttafréttamanna fordæmi ítrekuð lögbrot Skjás eins með því að sjónvarpa enskum knattspyrnuleikjum og samantektarþáttum af þeim með lýsingum á ensku. Skjár einn er hvattur til að fara að útvarpslögum og fylgja þeirri áratugalöngu hefð að íþróttaviðburðum sé lýst á íslensku í íslensku sjónvarpi. Samtökin líta á ályktunina sem beina árás á störf félagsmanna og beina því til Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna að þau taki málið fyrir á sínum vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×