Erlent

Háir hælar og Viagra til Indónesíu

Vesturlandabúar hafa verið duglegir að safna hjálpargögnum fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar í Indlandshafi. Þó hafa gjafirnar komið að misjöfnu gagni og í raun ótrúlegustu hlutir sem hafa verið sendir til fólks sem á um sárt að binda. Á meðal þess sem komið hefur upp úr kössunum er háhælaðir skór, matvæli sem eru komin fram yfir síðasta söludag, Viagra-töflur, vetrartjöld og svo mætti lengi telja. Hjálparstarfsmenn eru ekkert sérlega hrifnir af þessu því það tekur dýrmætan tíma að flokka og henda öllu því drasli sem sent hefur verið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×