Innlent

Byggðakvóti með kvöðum

Þeim sem fá byggðakvóta úthlutað í Sandgerði verður gert að auka heildarkvóta bæjarfélagsins. Ekki hefur verið ákveðið hvort þeim verði gert að kaupa eða leigja hann. Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri segir menn sameinaða í að auka veg bæjarins. Styr standi hins vegar um hvaða leið verði farin til þess. Hagsmunir eigenda smábáta og þeirra stærri fari ekki saman. Bæjarstjórnin hefur leyfi sjávarútvegsráðuneytisins til kvaðanna. Fulltrúar bæjarstjórnar, bátaeigenda og fiskvinnslna funda um málið í kvöld.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×