Innlent

Langflestir komu frá Portúgal

Langflestir útlendingar sem fluttust til Íslands á síðasta ári voru frá Portúgal eða alls 520. Allt frá því um miðjan tíunda áratuginn hafa flestir aðfluttir útlendingar verið frá Póllandi. Í fyrra voru þeir hins vegar mun færri en Portúgalarnir eða 233. 164 Ítalir fluttust til landsins og 154 Danir. Langfæstir flytja til höfuðborgarsvæðisins. Fleiri Íslendingar hafa flust frá landinu en til þess síðustu tuttugu árin með einni undantekningu, árið 1986.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×