Erlent

Særður eftir árás á hermann

Ísraelskir hermenn særðu Palestínumann sem reyndi að stinga hermann í borginni Hebron á Vesturbakkanum í morgun. Samkvæmt ísraelska hernum kom maðurinn að einni eftirlitsstöð hersins í Hebron og reyndi að stinga hermanninn en hann náði að ýta árásarmanninum frá sér. Í kjölfarið skutu félagar hermannsins manninn og er hann samkvæmt ísraelska útvarpinu í lífshættu. Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínu, reynir nú að hafa hemil á herskáum hópum í Palestínu í kjölfar vopnahlés sem Ísraelar og Palestínumenn sömdu um í síðustu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×