Erlent

Hariri lést í sprengingu í Beirút

Raffik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, lést þegar öflug bílsprengja sprakk í miðborg Beirútar í dag. Að minnsta kosti níu létust og tugir slösuðust. Mikill reykjarmökkur steig til himins frá bíl sem var sprengdur í tætlur þegar bílalest forsætisráðherrans fyrrverandi ók þar hjá. Yfirvöld í Líbanon telja að sprengjan hafi átt að granda ráðherranum fyrrverandi en meðal þeirra sem létust einnig voru nokkrir lífverðir hans. Að minnsta kosti tuttugu bifreiðar stóðu í ljósum logum eftir sprenginguna og nærliggjandi hús skemmdust mikið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×