Erlent

Komust burt með tíu milljónir

Bankaræningjar komust undan með andvirði tíu milljóna íslenskra króna eftir bankarán í miðborg Kaupmannahafnar í morgun. Ræningjarnir voru tveir og hótuðu starfsfólki með skammbyssu og afsagaðri haglabyssu. Þeir voru í bankanum í tæpa klukkustund og yfirheyrðu starfsfólkið hvert í sínu lagi um hver hefði aðgang að bankahólfum. Starfsfólkið var bundið á höndum og fótum með handjárnum og límbandi. Því næst var starfsfólkið lokað inni í skjalageymslu á meðan ræningjarnir létu greipar sópa. Þeir eru enn ófundnir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×