Erlent

Windsor-byggingin ekki endurreist

Háhýsið sem brann í Madríd á Spáni um helgina er rústir einar, en það tók slökkviliðið sólarhring að slökkva eldinn. Windsor-byggingin er 32 hæða en lítið stendur eftir annað en burðarveggir. Byggingin var þekkt í Madríd en ekki er búist við því að hún verði endurreist. Svæðið í kring er enn lokað af þar sem óttast er að byggingin hrynji. Ekki liggur enn fyrir hvað olli brunanum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×