Innlent

Eiður tekinn fyrir ölvunarakstur

Eiður Smári Guðjónssen var í gærmorgun handsamaður fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Frá þessu er greint í breskum fjölmiðlum í dag. Talið er að Eiður hafi verið úti að skemmta sér með félögum sínum í Chelsea eftir sigur á Everton daginn áður. Lögreglumenn stöðvuðu bifreið hans þar sem aksturslagið þótti undarlegt. Eiður var látinn blása í blöðru og kom í ljós að áfengismagnið var rétt um eða yfir því marki sem leyfilegt er. Hann var því fluttur á lögreglustöð þar sem tekin var blóðprufa. Beðið er niðurstöðu hennar og sagði talsmaður lögreglu blaðinu Sun að í kjölfarið yrði ákveðið hvort Eiður Smári yrði ákærður fyrir ölvunarakstur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×