Erlent

Myrti einn kennara og særði annan

Nú er komið í ljós að japanski drengurinn sem réðst vopnaður hnífi inn í barnaskóla í bænum Neyjagawa skammt frá Osaka í Japan myrti 52 ára kennara. Þá særði drengurinn tvo aðra alvarlega með hnífi, sextuga kennslukonu sem er talin í lífshættu og starfsmann mötuneytis. Drengurinn var handtekinn á kennarastofu skólans þar sem hann sat og reykti sígarettu eftir ódæðið. Hann hefur ekki viljað tjá sig um ástæður verknaðarins. Skelfing greip um sig innan skólans vegna atburðarins en þar stunda um sex hundruð börn nám. Öryggisráðstafanir í japönskum skólum hafa verið hertar vegna endurtekinna ofbeldisglæpa undanfarin ár. Fyrir fjórum árum myrti atvinnulaus, geðsjúkur maður átta börn með hnífi áður en hann var yfirbugaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×