Fleiri fréttir

Smiður í atkvæðagreiðslu

Siv Friðleifsdóttir segir á heimasíðu sinni að á miðvikudag í atkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin hafi aukaatkvæði dúkkað upp. "Milli atkvæðagreiðslna bættist eitt atkvæði við án þess að nokkur gengi í salinn. Var því fleygt að smiðirnir væru kannski farnir að taka óvart þátt í atkvæðagreiðslum þingsins," segir Siv.

Hitabylgja í Japan

Fjórir hið minnsta hafa látið lífið í gríðarlegri hitabylgju sem gengur yfir Japan þessi dægrin. Yfir áttatíu liggja á sjúkrahúsi, en hitinn náði til að mynda 38 gráðum í skugga skammt norðvestur af Tókyó. Í höfuðborginni sjálfri náði hitinn 35 gráðum. Meðalhiti þar í júlí er 25 gráður.

Stefnumótun háskóla ábótavant

Ríkisendurskoðandi telur stefnumótun um háskólastigið ábótavant og vill láta skoða hvort ekki eigi að tengja fjárveitingar til háskóla við árangur nemenda og skólanna sjálfra. Með því móti tækju fjárveitingar hins opinbera til skólanna meðal annars mið af því hve mörgum einingum nemendur ljúka árlega og hve margar prófgráður skólinn veitir.

Falun Gong mótmælir við sendiráð

Íslenskir Falun Gong iðkendur efndu til mótmæla við Kínverska sendiráðið nú fyrir hádegið. Þeir segja að mótmælin tengist ekki opinberri heimsókn Wang Zhaoguo, varaforseta kínverska þingsins, sem hófst í dag.

Samkeppni á bensínmarkaði

Meiri harka virðist hlaupin í samkeppni á í bensínmarkaði en nokkru sinni fyrr og hafa olíufélögin greinilega lækkað álagningu umtalsvert. Bensínverð hér á landi er um það bil fjórum krónum lægra en það var í vor, þegar heimsmarkaðsverð var álíka hátt og það varð í gær. Í gær fór það yfir 450 dollara tonnið og varð þarmeð álíka hátt og það var í maí.

Olíuverð yfir 40 dollara

Olíuverð fór á ný yfir 40 dollara á fatið í morgun, en í lok júní var fatið komið í ríflega 35 dollara og 50 sent í Bandaríkjunum. Verðhækkunin er einkum rakin til aukinnar eftirspurnar eftir bensíni í Bandaríkjunum, en framleiðsluaukning OPEC-ríkjanna, sem stefnt er að í ágúst, nægir rétt svo til að svara henni.

Dró sér 30 milljónir á átta árum

Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskóla Íslands er ákærður fyrir að hafa dregið sér tæpar 30 milljónir króna frá skólanum á átta ára tímabili. Hann lýsti yfir sakleysi við aðalmeðferð málsins, sem stendur nú yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Ráku ólöglegt einkafangelsi

Þrír Bandaríkjamenn hafa verið handteknir í Afganistan fyrir að reka þar ólöglegt einkafangelsi. Svo virðist sem Bandaríkjamennirnir hafi svo mánuðum skiptir haldið átta Afgönum í fangelsinu. Við yfirheyrslur sögðu Bandaríkjamennirnir, að þeir hefðu viljað taka þátt í stríðinu gegn hryðjuverkum. Þeir munu ekki hafa pyntað fanga sína en beitt þá nokkru ofbeldi.

Prófessor fyrir Allsherjarnefnd

Alþingi getur hugsanlega fellt fjölmiðlalögin úr gildi, en með því að setja samtímis ný lög um sama mál, er brotið gegn stjórnarskránni. Þetta er mat Eiríks Tómassonar, lagaprófessors.

Nautin stungu fjóra

Eftir tvo tiltölulega slysalausa daga brást lukkan fjórum hlaupurum sem freistuðu þess að hlaupa á undan nautunum á götum Pamplona í gær. Hlaupararnir fjórir fengu allir að kenna á hornum nautanna sem voru mun sprækari í gær en fyrri daga.

Lögfræðingur segi vitleysu

Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að fjölmiðlamálið hefði borið á góma, þótt það hefði ekki beinlínis verið á dagskrá. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar en ráðherrarnir hefðu rætt stöðu málsins.

Óvenju viðamiklar flotaæfingar

Bandaríkjafloti er að hefja viðamestu æfingar sínar um nokkurra áratugaskeið. Sjö af tólf flugmóðurskipaflotadeildum þeirra eru á leið til æfinga víðs vegar á heimshöfunum. Síðustu 30 árin hafa aldrei verið meira en þrjár flugmóðurskipaflotadeildir við æfingar á sama tíma.

Verða að láta þjóðina ráða

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir, eftir að hafa hlýtt á einn helsta stjórnskipunarfræðing landsins, Eirík Tómasson lagaprófessor, á fundi allsherjarnefndar Alþingis í morgun. Að ríkisstjórninni sé ekki stætt á öðru en að láta þjóðina greiða atkvæði um fjölmiðlalögin.

Um 5000 gestir þegar mættir

Umferð til Sauðárkróks er farin að þyngjast nú á öðrum degi landsmóts UMFÍ og tjaldstæði keppenda að verða þétt skipuð. Keppni hefst í dag í flestum greinum en nánari upplýsingar um dagskrá keppninar er að finna á <a href="http://www.landsmotumfi.is/">www.landsmotumfi.is</a>.

KB banki hækkar óverðtryggða vexti

KB banki hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og útlána frá og með 11. júlí. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar tilkynninga Seðlabankans um hækkun stýrivaxta nú um mánaðarmót.

Ræða þjóðstjórn í Ísrael

Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels og leiðtogi Likud, fundar á morgun með Shimon Peres, leiðtoga Verkamannaflokksins - stærsta stjórnarandstöðuflokksins í Ísrael - um að flokkarnir taki höndum saman ásamt Shinui um þjóðarstjórn. Ljóst er þó að andstaða er við slíka stjórn í báðum flokkum, einkum þó í Likud.

Heitasti dagur ársins

Í dag er heitasti dagur ársins til þessa. Veður verður bjart og hlýtt í dag og um helgina, allra hlýjast á norður og vesturlandi. Mikill hiti er á Landsmóti Ungmennafélaganna í Skagafirði og segja mótsgestir að hitinn sé nú kominn yfir 25 stig.

Ofmátu vopnabúnað stórlega

Leyniþjónustan CIA veitti rangar upplýsingar í aðdraganda Íraksstríðsins. Þetta er niðurstaða bandarískrar þingnefndar sem kannað hefur forsendur stríðsins.

Konan neitar sök

Ríkissaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur konu frá Sierra Leone, fyrir að hafa flutt hingað til lands yfir fimm þúsund e-töflur, þann tíunda síðasta mánaðar. Efnin fundust í farangri konunnar við komu til Keflavíkurflugvallar, en það vakti mikla athygli að konan er barnshafandi.

Óheimilt að kynna áskriftartilboð

Samskeppnisstofnun úrskurðaði í dag í máli Og Vodafone gegn Landssímanum. Komist var að þeirri niðurstöðu að Landssími Íslands hf. hafi brotið gegn 11. gr. samkeppnislaga með því að bjóða og kynna áskriftartilboðið "Allt saman hjá Símanum". Landssíma Íslands er því óheimilt að kynna áskriftartilboðið eða skrá nýja viðskiptavini sakmvæmt tilboðinu.

Ætlar ekki að áfrýja

Maðurinn, sem situr í gæsluvarðhaldi, grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrverandi sambýliskonu sinnar, ætlar ekki að áfrýja gæsluvarðhaldsúrskurðinum til Hæstaréttar, en frestur til þess rann út í dag.

Matvælaverð hækkað með aðild

Matvælaverð hefur hækkað verulega í Póllandi eftir að landið varð aðili að Evrópusambandinu 1. maí. Þar með er ótti margra, sem höfðu efasemdir um aðild, að verða að veruleika. Bændur hafa hins vegar ástæðu til að kætast þar sem hækkun matvælaverðs hefur skilað þeim auknum tekjum. Þó var mesta andstöðu við aðild að finna í þeirra röðum.

Boða fjölmenn mótmæli

Mótmælendur í Belfast hyggjast efna til fjölmennra mótmæla á mánudag til að mótmæla því að þeim hefur verið bannað að ganga um hverfi kaþólskra til að minnast sigurs mótmælenda yfir kaþólikkum í orrustunni við Boyne árið 1690.

Beðið eftir DNA

Senda þurfti blóðið sem fannst á heimili Hákonar Eydal í DNA rannsókn erlendis. Niðurstöðu er að vænta í næstu viku. Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn sagði í DV í fyrradag að lögreglan væri enn í sömu sporum og þegar Hákon Eydal var handtekinn á þriðjudagsmorgunn.

Uppbygging þrátt fyrir auð hús

Þótt talsvert sé af auðu verslunarhúsnæði við Laugaveg telur Þróunarfélag Miðborgarinnar að miklir uppgangstímar séu framundan. Meðal fyrsta flokks verslunarhúsnæðis sem lengi hefur staðið autt við Laugaveginn, má nefna húsið þar sem Flugleiðir voru á sínum tíma, og síðan Gap, og Bankahúsið við hliðina á Sævari Karli.

Endurfundir liðhlaupa

Bandarískur liðhlaupi í Norður-Kóreu hitti í dag japanska eiginkonu sína í fyrsta sinn í tvö ár í Indónesíu. Allar líkur eru á að hann verði að snúa aftur til Norður-Kóreu en hún til Japans; þeim virðist ekki skapað nema að skilja.

Sátt um löggæslukostnað

Sátt hefur náðst um löggæslukostnað vegna landsmóts UMFÍ á Sauðarkróki eftir nokkurt þref. Veðrið lék við landsmótsgesti í dag, þar sem saman voru komnir keppendur og áhorfendur á öllum aldri. Metþátttaka er á landsmótinu í ár.

Allir nýnemar fá skólavist

Fjölbrautaskólinn við Ármúla, Menntaskólinn við Hamrahlíð og Flensborgarskóli í Hafnarfirði eiga að taka við þorra nýnema sem synjað hafði verið um skólavist í framhaldsskóla í haust. Þessi lausn kostar ríkið á bilinu 200 til 250 milljónir króna vegna framkvæmda við skólana.

Jón Baldvin ódýr útgáfa af Clinton

Þessi fjölskylda hugsar mjög mikið um ímyndina, hvernig hún lítur út í blöðum og þannig lagað. Jón Baldvin og Bryndís eru ódýra útgáfan af Clinton-hjónunum.En bak við ímyndina eru litlar tilfinningar," staðhæfir Marco Brancaccia, fyrrverandi sambýlismaður Snæfríðar Baldvinsdóttur

Orð Eiríks Tómassonar vega þungt

Jónína Bjartmarz þingmaður Framsóknarflokksins og varaformaður Allsherjarnefndar segist hafa lært sama stjórnskipunarrétt og Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um ummæli Davíðs Oddsonar þess efnis að ríkisstjórnin geti ekki gert mikið með vitlaus lagaálit.

Hrun í laxveiðum

Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri og í Vestur-Noregi er aflinn aðeins þriðjungur af afla í meðal ári, að því er Intra Fish greinir frá. Engin einhlít skýring er á þessu en sumir kenna þrálátum norðanáttum um ástandið.

Ekki enn lýst eftir konunni

Lögreglan virðist vera búin að útiloka að konan sem saknað hefur verið síðan á sunnudag finnist á lífi því hún hefur ekki enn lýst formlega eftir henni.

Forstjóri Enron ákærður

Eftir þriggja ára flókna rannsókn hefur Kenneth Lay, fyrrverandi forstjóri orkurisans Enron, verið ákærður. Enron fór á hausinn í kjölfar þess að greint var frá gríðarlegu bókhaldsfalsi og leynilegum samningum til að fela skuldir fyrirtækisins og þar með falsa gróðatölur.

Þjófur gómaður í nótt

Lögreglan í Reykjavík gómaði í nótt mann sem gerði tilraun til að brjótast inn í fyrirtæki í austurborginni. Þegar hann var búinn að spenna upp glugga fór viðvörunarkerfi í gang og lagði hann þá á flótta.

6 drepnir á Gaza

Ísraelskar hersveitir drápu sex Palestínumenn í einhverjum hörðustu bardögum undanfarinna vikna á Gaza-ströndinni. Sjónarvottar segja fjóra mannanna hafa verið byssumenn.

Formleg mótmæli vegna Svalbarða

Íslensk stjórnvöld hafa formlega mótmælt því við norska utanríkisráðuneytið að Norðmenn skuli einhliða úthluta öllum erlendum fiskiskipum, samanlagt 80 þúsund tonna síldarkvóta við Svalbarða.

Lagastaða fanganna könnuð

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst koma á fót sérfræðinganefnd til að kanna lagastöðu fanga í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, hvort það standist lög að halda þeim föngnum og hvort þeir hafi rétt á að véfengja það fyrir bandarískum dómstólum.

Samið um 10 tonn af hrefnu

Félag hrefnuveiðimanna er búið að semja um sölu á tíu tonnum af hrefnukjöti af nýliðinni vertíð en það er u.þ.b. helmingur af því kjöti sem aflaðist af þeim 25 hrefnum sem veiddar voru.

Fuglaflensa aftur í Kína

Tuttugu þúsund kjúklingar hafa verið drepnir í Kína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensu sem greinst hefur enn á ný í landinu.

Harry Potter hættulegur

Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að vestrænar stórmyndir sumarsins geti spillt siðferðiskennd kínverskra barna og hafa því bannað nokkrar myndir. Harry Potter, köngulóarmaðurinn og græna tröllið Skrekkur eru meðal þeirra sem taldir eru hafa hættuleg áhrif á æskuna.

Mijailovic úrskurðaður geðsjúkur

Mijailo Mijailovic, morðingi Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar, var í morgun úrskurðaður geðsjúkur af Hæstaréttinum í Stokkhólmi en hópur geðlækna hefur haft Mijailovic til meðferðar undanfarnar vikur. Þetta þýðir að hann verður vistaður á geðsjúkrahúsi, í stað fangelsis, þar sem hann mun gangast undir meðferð.

3 ár fyrir kynferðisbrot

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir kynferðisbrot gegn tveimur dætrum sínum og vinkonu þeirra. Stúlkurnar voru 11 og 12 ára þegar brotin voru framin en þau áttu sér stað á árunum 1996 til 2003, bæði á heimili ákærða og í sumarhúsi móður hans.

Langar vaktir skapa hættu

Líkur á mistökum hjá hjúkrunarfræðingum þrefaldast fari vaktir þeirra yfir tólf og hálfa klukkustund. Fjórar af hverjum tíu vöktum hjúkrunarfræðinga í Bandaríkjunum eru svo langar.

Mótmæli við Alþingi kl. 12:30

Þjóðarhreyfingin boðar til opins mótmælafundar við Alþingishúsið nú í hádeginu til að andmæla því að þjóðin skuli hafa verið svipt stjórnarskrárvörðum kosningarétti, eins og segir í yfirlýsingu. Fundurinn hefst klukkan 12:30.

Konan enn ófundin

Konan sem saknað hefur verið frá því aðfararnótt sunnudags er enn ófundin. Maðurinn, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald í gær vegna gruns um aðild að hvarfi hennar, neitar aðild að málinu.

Sjá næstu 50 fréttir