Innlent

Samkeppni á bensínmarkaði

Meiri harka virðist hlaupin í samkeppni á í bensínmarkaði en nokkru sinni fyrr og hafa olíufélögin greinilega lækkað álagningu umtalsvert. Bensínverð hér á landi er um það bil fjórum krónum lægra en það var í vor, þegar heimsmarkaðsverð var álíka hátt og það varð í gær. Í gær fór það yfir 450 dollara tonnið og varð þarmeð álíka hátt og það var í maí. Í maí fór bensínlítrinn í smásölu hér á landi upp í rúmar 108 krónur á sjáflsafgreiðslustöðvum, en er nú aðeins rúmlega 104 krónur. Þarmeð virðist álagning olíufélaganna vera konin niður fyrir 20 krónur á lítrann, en hún hefur lengi verið rúmar 24 krónur að meðaltali og á þeirri tölu munu olíufélögin hafa grundvallað afkomu sína. Hækkunin á heimsmarkaði í gær var ein af mörgum frá mánaðamótum og nálgaðst hækkunin, á aðeins níu sólarhringum, 20 prósent. Stóru olíufélögin tilkynntu fyrr á árinu að framvegis ætluðu þau að breyta verði hér á landi mun oftar en áður, sem gjarnan var um mánaðamót, og gera það í meiri takt við breytingar á heimsmarkaði. 20 prósenta hækkun á heimsmarkaði núna, hefur hinsvegar ekki valdið verðhækkun hér á landi, sem hlýtur, að mati kunnugra, að endurspegla harðnandi samkeppni á bensínmarkaðnum, eða öllu heldur að nú sé loks orðin samkeppni á þessum markaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×