Erlent

Fuglaflensa aftur í Kína

Tuttugu þúsund kjúklingar hafa verið drepnir í Kína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu fuglaflensu sem greinst hefur enn á ný í landinu. Flensan hefur einnig fundist í Tælandi en yfirvöld í báðum löndum segjast hafa stjórn á málinu. Hundrað þúsund fuglar hafa verið bólusettir. Kínverjar kenna farfuglum um að flensan hafi borist á ný til landsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×