Erlent

Lagastaða fanganna könnuð

Bandaríska varnarmálaráðuneytið hyggst koma á fót sérfræðinganefnd til að kanna lagastöðu fanga í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, hvort það standist lög að halda þeim föngnum og hvort þeir hafi rétt á að véfengja það fyrir bandarískum dómstólum. Hæstiréttur Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að fangarnir hefðu þann rétt. Mannréttindasamtök gagnrýna sérfræðinganefnd stjórnvalda harðlega og segja að með þessu móti sé reynt að skjóta sér fram hjá úrskurði Hæstaréttar sem sé óumdeilanlegur og endanlegur. Alls hefur fimmtán föngum af tæplega 600 sem haldið er í Guantanamo verið stefnt fyrir herrétt á þeirri forsendu að þeir tilheyri al-Kaída.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×