Erlent

Hrun í laxveiðum

Algjört hrun er í laxveiðum í norskum ám það sem af er sumri og í Vestur-Noregi er aflinn aðeins þriðjungur af afla í meðal ári, að því er Intra Fish greinir frá. Engin einhlít skýring er á þessu en sumir kenna þrálátum norðanáttum um ástandið. Þetta hefur líka dregið úr áhuga veiðimanna og eru nú dæmi um að veiðileyfi seljist ekki í sumar árnar, sömu ár og biðraðir hafa verið eftir veiðileyfum til þessa .



Fleiri fréttir

Sjá meira


×