Innlent

Stefnumótun háskóla ábótavant

Ríkisendurskoðandi telur stefnumótun um háskólastigið ábótavant og vill láta skoða hvort ekki eigi að tengja fjárveitingar til háskóla við árangur nemenda og skólanna sjálfra. Með því móti tækju fjárveitingar hins opinbera til skólanna meðal annars mið af því hve mörgum einingum nemendur ljúka árlega og hve margar prófgráður skólinn veitir. Þetta kemur meðal annars fram í skýrslu, þar sem borin eru saman sama skólastig í Noregi, Hollandi og Bretlandi. Í samanburðarlöndununum hefur ein stofnun umsjón með öllum umsóknum um háskólanám, en hérlendis er það á forræði hvers skóla um sig, sem ríkisendurskoðandi telur ekki heppilegt. Í samanburðarlöndunum er hlutfall fólks á aldrinum 25 til 34 ára með háskólagráðu allstaðar hærra en hér, en í þessum löndum getur fólk ekki flakkað á milli skóla ef það dettur út úr námi í einum skóla, eins og hægt er hér á landi. Þá er virkara gæðaeftirlitskerfi með skólunum í samanburðarlöndunum og í því sambandi telur ríkisendurskoðun rétt að skoða hvort gera skuli fromlegan greinarmun á skólum á háskólastigi, til dæmis hvað varðar framhaldsnám og rannsóknir, en alkunna er víða um heim að háskólar eru taldir mis góðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×