Erlent

Nautin stungu fjóra

Eftir tvo tiltölulega slysalausa daga brást lukkan fjórum hlaupurum sem freistuðu þess að hlaupa á undan nautunum á götum Pamplona í gær. Hlaupararnir fjórir fengu allir að kenna á hornum nautanna sem voru mun sprækari í gær en fyrri daga. Einn fékk fimmtán sentimetra skurð á hægra læri, annar var stunginn í vinstra hnéð og sá þriðji hlaut sár á vinstra framhandlegg, allir meðan á hlaupinu stóð. Fjórði maðurinn var stunginn í nárann eftir að nautin voru komin í girðingu eftir hlaupið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×