Linda Ben og Ragnar rómantísk á suðrænum slóðum Íris Hauksdóttir skrifar 10. maí 2023 19:01 Linda Ben nýtur lífsins í sólinni ásamt sínum heittelskaða. instagram Matarbloggarinn og áhrifavaldurinn Linda Ben nýtur sín í sólinni ásamt eiginmanni sínum, Ragnari Einarssyni en hjónin gengu að eiga hvort annað á Ítalíu í september á síðasta ári. Saman fagna þau ástinni í brúðkaupsferð sem upphaflega átti að vera í Grikklandi en endaði í Mallorca. Linda hefur verið dugleg að deila myndum á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir frá sólríkum ströndum og framandi umhverfi en hún segir ferðina draumi líkasta. „Við ætluðum fyrst til Grikklands og vorum búin að skipurleggja ferð þangað í allan vetur. Þremur dögum fyrir brottför sáum við svo að það var spáð endalausri rigningu sem okkur fannst ekki hljóma vel. Við fundum út að við gátum breytt fluginu til Grikklands og líka afbókað hótelið þar. Þess vegna tókum við þá skyndiákvörðun að fljúga frekar til Mallorca því veðurspáin þar var æðisleg." Linda segir þau hjónin alls ekki sjá eftir ákvörðuninni og séu búin að njóta vel á æðislegum stöðum víðs vegar að um eyjuna. „Við erum að upplifa þvílík ævintýri á þessari gullfallegu eyju," segir hún og heldur áfram. „Þetta er búið að vera algjör draumur. Við byrjuðum á að vera í Palma og upplifa borgina, gamli bærinn þar er ótrúlega heillandi. Í dag erum við í strandbæ þaðan sem við fórum í siglingu um strandlengjuna. Næst er ferðinni svo heitið innar í landið þar sem við stefnum á að sjá hvað sveitin hefur upp á að bjóða. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og óvænt ævintýri sem við munum lifa á að eilífu." View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Linda stórglæsileg í Palma De Mallorca. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Hjónin nutu sín á snekkju í Santa Ponca á Mallorca. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Linda Ben gifti sig á Ítalíu: „Draumadagur lífs míns“ Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. 15. september 2022 14:15 „Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“ Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragnari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn. 18. september 2022 09:00 Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 21. júní 2022 16:01 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Saman fagna þau ástinni í brúðkaupsferð sem upphaflega átti að vera í Grikklandi en endaði í Mallorca. Linda hefur verið dugleg að deila myndum á samfélagsmiðlum þar sem hún sýnir frá sólríkum ströndum og framandi umhverfi en hún segir ferðina draumi líkasta. „Við ætluðum fyrst til Grikklands og vorum búin að skipurleggja ferð þangað í allan vetur. Þremur dögum fyrir brottför sáum við svo að það var spáð endalausri rigningu sem okkur fannst ekki hljóma vel. Við fundum út að við gátum breytt fluginu til Grikklands og líka afbókað hótelið þar. Þess vegna tókum við þá skyndiákvörðun að fljúga frekar til Mallorca því veðurspáin þar var æðisleg." Linda segir þau hjónin alls ekki sjá eftir ákvörðuninni og séu búin að njóta vel á æðislegum stöðum víðs vegar að um eyjuna. „Við erum að upplifa þvílík ævintýri á þessari gullfallegu eyju," segir hún og heldur áfram. „Þetta er búið að vera algjör draumur. Við byrjuðum á að vera í Palma og upplifa borgina, gamli bærinn þar er ótrúlega heillandi. Í dag erum við í strandbæ þaðan sem við fórum í siglingu um strandlengjuna. Næst er ferðinni svo heitið innar í landið þar sem við stefnum á að sjá hvað sveitin hefur upp á að bjóða. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og óvænt ævintýri sem við munum lifa á að eilífu." View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Linda stórglæsileg í Palma De Mallorca. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Hjónin nutu sín á snekkju í Santa Ponca á Mallorca. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben)
Ferðalög Ástin og lífið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Linda Ben gifti sig á Ítalíu: „Draumadagur lífs míns“ Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. 15. september 2022 14:15 „Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“ Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragnari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn. 18. september 2022 09:00 Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 21. júní 2022 16:01 Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Eurovision aðdáendur flykkjast enn til Húsavíkur Sjá meira
Linda Ben gifti sig á Ítalíu: „Draumadagur lífs míns“ Matarbloggarinn og bókahöfundurinn Linda Benediktsdóttir gekk að eiga unnusta sinn Ragnar Einarsson í fallegri athöfn. 15. september 2022 14:15
„Vorum öll í sjöunda himni og með gæsahúð“ Uppskrifta- og bókahöfundurinn Linda Ben giftist kærasta sínum til þrettán ára, Ragnari Einarssyni, á Ítalíu í vikunni. Saman eiga þau tvö börn. Lífið á Vísi náði tali af henni þar sem hún nýtur lífsins í sólinni á bleiku skýi eftir stóra daginn. 18. september 2022 09:00
Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragnar Einarsson ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 21. júní 2022 16:01