Lífið

Linda Ben og Ragnar ætla að gifta sig á Ítalíu í haust

Elísabet Hanna skrifar
Linda og Ragnar hafa tekið ákvörðun um að gifta sig í haust.
Linda og Ragnar hafa tekið ákvörðun um að gifta sig í haust. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og rithöfundurinn Linda Ben og unnusti hennar Ragn­ar Ein­ars­son ætla að gifta sig í haust úti á Ítalíu eftir þrettán ára ástarsamband og sex ára trúlofun. Saman eiga þau tvö börn og búa saman í Mosfellsbænum. 

Linda tilkynnti um fyrirhuguð plön á Instagram miðli sínum. Sjálf er hún þekkt fyrir fallega matreiðslu og skreytingar svo brúðkaupið mun eflaust skarta þeim hæfileikum og líklega munu fylgjendur hennar fá að fylgjast vel með undirbúningnum og jafnvel fá innblástur.

Samkvæmt miðli Lindu hafa þau verið að plana brúðkaupið síðan hann bað hennar í Suður-Frakklandi og hafa nú fundið stórt hús í sveitinni í Tuscany á Ítalíu. Þar ætla þau að fagna ástinni með nánustu fjölskyldu.


Tengdar fréttir

Júlí Heiðar og Þórdís Björk trúlofuð

Leikararnir Júlí Heiðar og Þórdís Björk eru trúlofuð. Þau greindu frá því í sameiginlegri færslu á Instagram og bað hann hennar í uppáhalds byggingunni þeirra, Samkomuhúsinu á Akureyri.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.