Fékk þrefalda höfnun í Ísland Got Talent en gafst ekki upp Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 6. febrúar 2023 14:46 Símon Grétar hefur hefur slegið í gegn í Idolinu síðustu vikur. Stöð 2/Gottskálk Daði Bernhöft Reynisson Símon Grétar Björgvinsson hefur heillað áhorfendur upp úr skónum síðustu vikur í Idolinu. Þrátt fyrir að Idol ævintýri Símons sé nú á enda, bendir allt til þess að tónlistarferill hans sé rétt að byrja. Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Símon Grétar var annar af þeim tveimur keppendum sem luku keppni síðasta föstudag, ásamt Bíu. Það eru því þau Saga Matthildur og Kjalar sem keppast um sigursætið næsta föstudag. Enginn eins og Símon Símon Grétar vakti strax athygli þegar hann mætti með kassagítarinn í fyrstu áheyrnarprufuna. Leiðin lá svo aðeins upp á við og sagði dómarinn Herra Hnetusmjör meðal annars að „það væri enginn eins og hann í þessari keppni“. Þegar komið var að beinum útsendingum varð ljóst að Símon heillaði ekki aðeins dómnefndina heldur einnig áhorfendur sem kusu hann áfram alla leið í undanúrslitin. Símon Grétar heillaði dómnefndina strax í fyrstu áheyrnarprufu.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að þátttöku Símons í Idol sé nú lokið ætlar hann að halda ótrauður áfram í tónlistinni. Hann hyggst jafnvel fara að semja sína eigin tónlist sem hefur reynst honum áskorun hingað til. „Ég er mjög lokaður maður sem þarf að opna,“ sagði Símon í viðtali í Brennslunni í morgun. Hann segir þó að honum hafi tekist að opna sig helling í Idolinu. Reyndi fyrir sér í Ísland Got Talent Það vita sjálfsagt fáir að Idol er ekki fyrsta keppnin sem Símon hefur reynt við. Þegar hann var 21 árs tók hann þátt í Ísland Got Talent. „Ég fékk þrjú X á sviðinu. Það braut mig alveg en þetta [Idolið] byggði mig aftur upp,“ segir hann. Hann segir höfnunina í Ísland Got Talent hafa verið sérstaklega erfiða fyrir þær sakir að þar fóru fyrstu prufurnar strax fram fyrir framan áhorfendur í sal. Þrátt fyrir höfnina gaf hann drauminn ekki upp á bátinn. Hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar og allt bendir til þess að við eigum eftir að sjá meira af þessum hæfileikaríka tónlistarmanni. Hér má hlusta á viðtalið við þau Símon og Bíu í heild sinni. Klippa: Brennslan - Símon Grétar og Bía
Idol Tónlist Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16 Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47 Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00 Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
Þessir tveir keppendur gætu orðið næsta Idol-stjarna Íslands Fjórir keppendur mættu til leiks í æsispennandi Idol-þætti kvöldsins. Óvænt var tilkynnt um að tveir keppendur yrðu sendir heim eftir símakosningu og því er nú ljóst hvaða tveir keppendur mætast í úrslitum í næstu viku. 3. febrúar 2023 21:16
Aðeins fjórir keppendur eftir: „Maður er svo hræddur“ „Ég held ég sé bara ekki búinn að fatta það að það er fullt af fólki heima í sófa að horfa,“ segir Idol keppandinn Kjalar, sem er einn af þeim fjórum keppendum sem eftir standa í Idol. 3. febrúar 2023 10:47
Bía leitar að lagahöfundi til að semja með Söngkonan Bía er komin með stóran aðdáendahóp á Íslandi eftir að hún heillaði þjóðina upp úr skónum með fallegri rödd í Idol. 5. febrúar 2023 20:00