Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 22:54 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis. vísir Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira