Íslendingar aldrei óhamingjusamari: „Verðum að finna gæðastundir án snjallsíma“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 5. október 2022 22:54 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis. vísir Íslendingar mælast sífellt óhamingjusamari og síðustu tvö ár hafa komið illa út í mælingum Landlæknis. Eftir hrun jókst hamingja þar sem foreldrar eyddu meiri tíma á heimilinu með börnum. Í heimsfaraldri kórónaveiru gerðist það sama en þá virðast heimavinna og snjallsímar hafa komið í veg fyrir gæðastundir á heimilum fólks. Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan. Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
Þetta er tilgáta Dóru Guðrúnar Guðmundsdóttur, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá embætti Landlæknis, sem ræddi hamingjumælingar á Íslendingum í Reykjavík síðdegis. Embætti landlæknis mælir hamingju landsmanna í samstarfi við Gallúp ásamt því að mæla hamingju unmenna í samstarfi við skólayfirvöld. „Við erum að skoða hlutföll þeirra sem meta hamingju sína sem 8-10 á skalanum 0-10. Þegar ég byrjaði að skoða þessar tölur fyrir tuttugu árum síðan, þá voru 85 prósent Íslendinga sem svöruðu á milli 8-10. Það fór mjög fljótlega niður í 80 prósent. Núna erum við að sjá tölur í kringum 60 prósent og talan fór raunar undir 60 prósent núna síðustu tvö ár á meðan við tókumst á við þennan faraldur.“ Erfiðara að fá umhyggju frá foreldrum Dóra segir að mikið þurfi til að breytingar sjáist á hamingju landsmanna og nefnir efnahagshrunið 2008 í því samhengi. Hlutfall hamingjusamra hækkaði til að mynda eftir hrunið og segir Dóra að auðveldara hafi reynst börnum að fá umhyggju frá foreldrum sínum eftir hrun. „Það er eins og foreldrar hafi verið meira heima og meira til staðar og nú fórum við að hugsa: ætli hér gerist það sama? Þegar við fórum að skoða þetta þá sjáum við að börn eru meira með foreldrum sínum heldur virðist þau eiga erfiðara með að fá umhyggju frá foreldrum sínum.“ Að eiga innilegar gæðasamverustundir skiptir miklu máli fyrir hamingju, að sögn Dóru. Dóra segir að munurinn á samveru fólks heima fyrir séu að mörgu leyti öðruvísi nú þar sem fólk hafi að miklu leyti tekið vinnu með sér heim, ólíkt því sem var eftir hrun. Foreldrar ekkert skárri „Svo verðum við að horfast í augu við símana og samfélagsmiðla. Það sem þarf til að eiga þessi djúpu og góðu samskipti er að það séu þagnir og stundir til að treysta sér til að tala um eitthvað mikilvægt. Þessar stundir eru fátíðari núna ef áreitið frá símanum er svo stanslaust. Við náum þannig ekki sömu dýpt í samskiptum. Það er tilgáta sem við viljum skoða betur.“ Dóra segir því mikilvægt að finna gæðastundir án símans. „Börnin finna fyrir því, og við sem eigum börn þekkjum það að síminn getur verið frekur á athyglina okkar. Við verðum að finna svigrúm til að veita ást og umhyggju,“ segir Dóra en viðtalið við hana má hlusta á í heild sinni í spilaranum að ofan.
Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira