Bachelor-stjórnandi dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. febrúar 2021 08:13 Harrison mun ekki koma meira að Bachelor í bili. Rodin Eckenroth/WireImage Chris Harrison, stjórnandi hinna vinsælu raunveruleikasjónvarpsþátta The Bachelor, hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar. Ástæðan er sú að hann hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann varði Rachael Kirkconnell, einn keppanda þáttanna, sem sökuð hefur verið um kyþáttafordóma. Nýlega skutust myndir af henni frá árinu 2018 í dagsljósið, en þar sést hún stödd í háskólapartíi þar sem þemað virðist hafa verið „plantekra í gömlu Suðurríkjunum.“ Hefur Kirkconnell verið sökuð um kynþáttafordóma og ónærgætni gagnvart svörtu fólki, en svartir þrælar voru stór hluti íbúafjölda Suðurríkjanna á því tímabili sem partíinu virðist hafa verið ætlað að fanga. Kirkconnell hefur síðan beðist afsökunar. Nú hefur Harrison einnig gert það, eftir að hann eyddi dágóðum tíma sem gestur í þættinum Extra í að ræða um málið. Þar gerði Harrison lítið úr málinu og taldi ósanngjarnt að gagnrýna Kirkconnell, þar sem myndin hefði verið tekin í fortíðinni, eins og reyndar allar ljósmyndir. Harrison hefur nú beðist afsökunar og tilkynnt að hann muni tímabundið stíga til hliðar frá þáttunum. Í afsökunarbeiðni sem hann birtir á Instagram segir hann að síðustu dögum hafi hann varið í að hlusta á fólk sem hann hafði sært. Ekki liggur fyrir hversu lengi Harrison hyggst halda sig til hlés. View this post on Instagram A post shared by Chris Harrison (@chrisbharrison) Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Nýlega skutust myndir af henni frá árinu 2018 í dagsljósið, en þar sést hún stödd í háskólapartíi þar sem þemað virðist hafa verið „plantekra í gömlu Suðurríkjunum.“ Hefur Kirkconnell verið sökuð um kynþáttafordóma og ónærgætni gagnvart svörtu fólki, en svartir þrælar voru stór hluti íbúafjölda Suðurríkjanna á því tímabili sem partíinu virðist hafa verið ætlað að fanga. Kirkconnell hefur síðan beðist afsökunar. Nú hefur Harrison einnig gert það, eftir að hann eyddi dágóðum tíma sem gestur í þættinum Extra í að ræða um málið. Þar gerði Harrison lítið úr málinu og taldi ósanngjarnt að gagnrýna Kirkconnell, þar sem myndin hefði verið tekin í fortíðinni, eins og reyndar allar ljósmyndir. Harrison hefur nú beðist afsökunar og tilkynnt að hann muni tímabundið stíga til hliðar frá þáttunum. Í afsökunarbeiðni sem hann birtir á Instagram segir hann að síðustu dögum hafi hann varið í að hlusta á fólk sem hann hafði sært. Ekki liggur fyrir hversu lengi Harrison hyggst halda sig til hlés. View this post on Instagram A post shared by Chris Harrison (@chrisbharrison)
Kynþáttafordómar Bandaríkin Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira