Innlent

Elísa­bet tekur tíma­bundið við em­bætti land­læknis

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
María Heimisdóttir landlæknir er í vekindaleyfi
María Heimisdóttir landlæknir er í vekindaleyfi Stöð 2/Sigurjón

Heilbrigðisráðherra hefur sett Elísabetu Benedikz tímabundið í embætti landlæknis á meðan María Heimisdóttir landlæknir er í veikindaleyfi. Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur leyst Maríu af síðustu mánuði.

Elísabet er læknir að mennt með sérfræðileyfi í lyflækningum, gjörgæslulækningum og bráðalækningum auk þess að vera með meistarapróf í opinberri stjórnsýslu. Hún hefur starfað sem yfirlæknir á Landspitala, meðal annars bráðadeild og gæða- og sýkingarvarnadeild.

Síðastliðin tvö ár hefur hún verið yfirlæknir stjórnsýsludeildar klínískrar þjónustu á Landspítalanum.

Elísabet tekur til starfa 1. febrúar samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu.

María Heimisdóttir var skipuð landlæknir í lok febrúar 2025 en fór í veikindaleyfi í lok nóvember. Guðrún tók tímabundið við embættinu og hefur því gegnt því í tvo mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×