Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. janúar 2026 12:53 Eldfjallafræðingarnir Þorvaldur Þórðarson og Ármann Höskuldsson segjast ekki hafa fengið boð á vísindaráðsfundi nú í dágóðan tíma. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum. Annar þeirra segir að það sé alls ekki gott að opinberar stofnanir nýti sér ekki alla þá þekkingu sem er til á landinu vegna persónulegs ágreinings. Hann vill að settur verði á fót óháður hópur til að skoða viðbrögð við eldgosatímabilinu á Reykjanesi. Það var í þætti Samstöðvarinnar í gærkvöldi sem Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, steig fram og sagði að hann sjálfur og Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði, hefðu verið útilokaðir frá vísindaráðsfundum í hátt í annað ár en hann gat sér til um að ástæðan fyrir því væri tjáning þeirra í fjölmiðlum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Þorvald. „Við þurfum að vera opnari í okkar umræðu. Persónulega finnst mér ekki gott ef að opinberar stofnanir og opinber batterí eru ekki að nýta sér alla þá þekkingu sem er í landinu út af einhverjum persónulegum ágreiningi milli einhverra einstaklinga. Við verðum að vera bæði stærri og meiri heldur en það. Við verðum að vera fagmannlegri heldur en það. Við þurfum að geta sett hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúm.“Þorvaldur bendir á að hann hafi lært á Hawai og starfað víða um heim, til dæmis í Skotlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og búi að mikilli reynslu. Ármann ósáttur við breytta tilhögun vísindaráðs Ármann Höskuldsson vildi á þessum tímapunkti ekki veita útvarpsviðtal um málið en staðfesti að hvorki hann né Þorvaldur hefðu fengið boð á vísindaráðsfundina í dágóðan tíma. Hann hefði numið breytingu á fyrirkomulagi fundanna fyrir um það bil þremur árum á þá leið að þeir hafi horfið frá því að vera umræðufundir vísindamanna og yfir í að verða kynningarfundir á niðurstöðum ákveðins hóps vísindamanna. Honum þyki aðalmálið í þessu ekki vera sú staðreynd að hann fái ekki lengur boð heldur hitt að fræðileg umræða og rökræður um túlkun gagna sé ekki lengur fyrir að fara á umræddum fundum. Menning þöggunar og útilokunar í kerfinuÞorvaldur var spurður hvort þeir upplifðu útilokun.„Já, við gerum það. Því miður þá er í okkar kerfi dálítil menning fyrir þöggun og útilokun. Við Ármann sátum nú í þessu vísindaráði sem sneri að þessum atburðum á Reykjanesinu, en árið 2023 var þetta samráð endurskipulagt og við aldrei boðaðir aftur. Við höfum ekki tekið þátt í þessu síðan. Persónulega hef ég enga sérstaka þörf til að taka þátt í þessu en maður hefur reynslu frá mjög mörgum stöðum erlendis í þessum málum að eiga við eldgosavá og eldgos og hef sýn á hlutina sem eru öðruvísi en þeir sem hafa einungis unnið hér á Íslandi og maður hefði haldið að slík vitneskja gæti af og til nýst okkur til að takast á við þessa atburði og draga úr áhrifum þeirra á samfélagið.“Þá bendir hann á að ólík sérsvið og sérfræðireynsla sé dýrmæt til að fá að borðinu áður en ákvarðanir eru teknar.„Við könnumst nú öll við þessa tilvitnun sem kemur frá einhverjum embættismönnum þegar þeir eru að ræða niðurstöður kannana og annað að „þeir hafi talað við okkar helstu sérfræðinga“ en þá gleymist stundum að spyrja: sérfræðinga í hverju?“Hann tekur sem dæmi að sá sem kennir sér meins í augunum myndi ekki leita sér aðstoðar hjá tannlækni.„Sama gildir um aðrar vísindagreinar. Til dæmis erum við Ármann og nokkrir aðrir hér á landi sérfræðingar í það sem við köllum „físískri eldfjallafræði“ sem snýst um það að skoða gos á yfirborði og nota það til þess að skilja betur og endurbyggja þessi eldgos sem við höfum átt við í gegnum aldirnar. Önnur sérfræðigrein innan jarðvísindanna er að skoða yfirborðsaflögun vegna atburða sem eru að gerast djúpt undir yfirborðinu og þetta er þeirra sérgrein. Ég er ekki sérfræðingur í slíku þó að ég geti alveg lesið í slík gögn og átta mig á því sem þeir eru að segja okkur en þeir eru sérfræðingar í því en við erum sérfræðingarnir í hegðun eldgosa og hvernig framvinda gosanna gengur fyrir sig.“Vill gera upp viðbrögðin við eldunumNú þegar vonandi hillir undir lokin á virkninni á Reykjanesi finnst Þorvaldi vera kominn góður tímapunktur fyrir stjórnvöld til að stofna til óháðs hóps til að rýna í viðbrögðin við jarðhræringunum og eldunum á Reykjanesi.„Ég held það sé mikilvægt fyrir okkur að vera með óháðan hóp – ekki bara vera með sjálfsmat á hlutunum – heldur ná í hóp sem horfir á þetta aðeins utan frá og skoðar hlutina og fer í gegnum þá og áttar sig á hvað við höfum gert vel. Það er margt sem var gert þarna og margt alveg stórvel en aðrir hlutir fóru ekki eins vel og það þarf að skoða þá líka og sjá hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir að þeir gerist aftur.“ Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira
Það var í þætti Samstöðvarinnar í gærkvöldi sem Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði, steig fram og sagði að hann sjálfur og Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði, hefðu verið útilokaðir frá vísindaráðsfundum í hátt í annað ár en hann gat sér til um að ástæðan fyrir því væri tjáning þeirra í fjölmiðlum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var rætt við Þorvald. „Við þurfum að vera opnari í okkar umræðu. Persónulega finnst mér ekki gott ef að opinberar stofnanir og opinber batterí eru ekki að nýta sér alla þá þekkingu sem er í landinu út af einhverjum persónulegum ágreiningi milli einhverra einstaklinga. Við verðum að vera bæði stærri og meiri heldur en það. Við verðum að vera fagmannlegri heldur en það. Við þurfum að geta sett hagsmuni þjóðarinnar í fyrirrúm.“Þorvaldur bendir á að hann hafi lært á Hawai og starfað víða um heim, til dæmis í Skotlandi, Ástralíu og Nýja-Sjálandi og búi að mikilli reynslu. Ármann ósáttur við breytta tilhögun vísindaráðs Ármann Höskuldsson vildi á þessum tímapunkti ekki veita útvarpsviðtal um málið en staðfesti að hvorki hann né Þorvaldur hefðu fengið boð á vísindaráðsfundina í dágóðan tíma. Hann hefði numið breytingu á fyrirkomulagi fundanna fyrir um það bil þremur árum á þá leið að þeir hafi horfið frá því að vera umræðufundir vísindamanna og yfir í að verða kynningarfundir á niðurstöðum ákveðins hóps vísindamanna. Honum þyki aðalmálið í þessu ekki vera sú staðreynd að hann fái ekki lengur boð heldur hitt að fræðileg umræða og rökræður um túlkun gagna sé ekki lengur fyrir að fara á umræddum fundum. Menning þöggunar og útilokunar í kerfinuÞorvaldur var spurður hvort þeir upplifðu útilokun.„Já, við gerum það. Því miður þá er í okkar kerfi dálítil menning fyrir þöggun og útilokun. Við Ármann sátum nú í þessu vísindaráði sem sneri að þessum atburðum á Reykjanesinu, en árið 2023 var þetta samráð endurskipulagt og við aldrei boðaðir aftur. Við höfum ekki tekið þátt í þessu síðan. Persónulega hef ég enga sérstaka þörf til að taka þátt í þessu en maður hefur reynslu frá mjög mörgum stöðum erlendis í þessum málum að eiga við eldgosavá og eldgos og hef sýn á hlutina sem eru öðruvísi en þeir sem hafa einungis unnið hér á Íslandi og maður hefði haldið að slík vitneskja gæti af og til nýst okkur til að takast á við þessa atburði og draga úr áhrifum þeirra á samfélagið.“Þá bendir hann á að ólík sérsvið og sérfræðireynsla sé dýrmæt til að fá að borðinu áður en ákvarðanir eru teknar.„Við könnumst nú öll við þessa tilvitnun sem kemur frá einhverjum embættismönnum þegar þeir eru að ræða niðurstöður kannana og annað að „þeir hafi talað við okkar helstu sérfræðinga“ en þá gleymist stundum að spyrja: sérfræðinga í hverju?“Hann tekur sem dæmi að sá sem kennir sér meins í augunum myndi ekki leita sér aðstoðar hjá tannlækni.„Sama gildir um aðrar vísindagreinar. Til dæmis erum við Ármann og nokkrir aðrir hér á landi sérfræðingar í það sem við köllum „físískri eldfjallafræði“ sem snýst um það að skoða gos á yfirborði og nota það til þess að skilja betur og endurbyggja þessi eldgos sem við höfum átt við í gegnum aldirnar. Önnur sérfræðigrein innan jarðvísindanna er að skoða yfirborðsaflögun vegna atburða sem eru að gerast djúpt undir yfirborðinu og þetta er þeirra sérgrein. Ég er ekki sérfræðingur í slíku þó að ég geti alveg lesið í slík gögn og átta mig á því sem þeir eru að segja okkur en þeir eru sérfræðingar í því en við erum sérfræðingarnir í hegðun eldgosa og hvernig framvinda gosanna gengur fyrir sig.“Vill gera upp viðbrögðin við eldunumNú þegar vonandi hillir undir lokin á virkninni á Reykjanesi finnst Þorvaldi vera kominn góður tímapunktur fyrir stjórnvöld til að stofna til óháðs hóps til að rýna í viðbrögðin við jarðhræringunum og eldunum á Reykjanesi.„Ég held það sé mikilvægt fyrir okkur að vera með óháðan hóp – ekki bara vera með sjálfsmat á hlutunum – heldur ná í hóp sem horfir á þetta aðeins utan frá og skoðar hlutina og fer í gegnum þá og áttar sig á hvað við höfum gert vel. Það er margt sem var gert þarna og margt alveg stórvel en aðrir hlutir fóru ekki eins vel og það þarf að skoða þá líka og sjá hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir að þeir gerist aftur.“
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Fleiri fréttir Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Sjá meira