Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Elín Margrét Böðvarsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. janúar 2026 08:03 Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi starfshópinn, en hún er fyrrverandi þingmaður VG og Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að 27. janúar verði framvegis opinber minningardagur helfararinnar hér á landi, líkt og í nágrannalöndum. Starfshópur sem Katrín Jakobsdóttir skipaði í sinni tíð sem forsætisráðherra skilaði í gær skýrslu með tillögum um það hvernig megi minnast helfararinnar hér á landi. Hópurinn leggur meðal annars áherslu á aukna fræðslu um sögu helfararinnar og aðdragandann að henni, en gerir einnig tillögu að mögulegum breytingum á hegningarlögum og um formlega afsökunarbeiðni. Skýrsla starfshópsins, sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi, var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær, en til þessa hefur dagsins ekki verið sérstaklega minnst hér á landi með formlegum hætti. Verði að læra af sögunni Þá hélt forsætisráðuneytið móttöku í húsakynnum pólska sendiráðsins í gær, í samvinnu við pólska og þýska sendiráðsins þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra „áréttaði meðal annars mikilvægi þess að þessarar myrku sögu sé minnst og af henni séu dregnir lærdómar til framtíðar,“ líkt og segir meðal annars í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Mushky Feldman, Avraham Feldman, rabbíni gyðinga á Íslandi, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sóttu móttöku í tilefni af minningardegi um helförina í gær.Stjórnarráðið „Þann 27. janúar 1945 voru fangar í Auschwitz-Birkenau í Póllandi, alræmdustu fangabúðum nasista, frelsaðir af sovéska hernum. Þennan dag gat umheimurinn allur séð með eigin augum hversu grimmileg voðaverk höfðu verið framin af stjórn nasista á gyðingum og öðrum minnihlutahópum í heimsstyrjöldinni síðari. Alls er talið að um 6 milljónir Gyðinga hafi týnt lífi í útrýmingarbúðum nasista. Árið 2005 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 27. janúar yrði alþjóðlegur minningardagur um helförina. Mörg ríki höfðu minnst frelsunarinnar með formlegum hætti fyrr. Dagsins hefur ekki verið opinberlega minnst af íslenskum stjórnvöldum, en samfélag Gyðinga á Íslandi hefur haldið daginn í heiðri í samvinnu við nokkur sendiráð í Reykjavík,“ segir meðal annars í skýrslu starfshópsins. Spornað verði gegn uppgangi hatursorðræðu Rósa Björk ræddi niðurstöðu starfshópsins í kvöldfréttum Sýnar í gær, en forsætisráðherra hyggst skipa vinnuhóp með fulltrúum ráðuneyta til að vinna úr tillögum hópsins. „Okkar tillögur þær ganga út á það að efla fræðslu um sögu helfararinnar og ekki síst aðdraganda hennar, til þess að sporna gegn uppgangi hatursorðræðu, fordóma og kynþáttafordóma í garð allra trúarhópa og minnihlutahópa, sem geta auðvitað haft hrikalegar afleiðingar eins og helförin sýnir,“ segir Rósa. Gerðar eru einnig tillögur í skýrslu starfshópsins um varðveislu og sagnfræðilega vinnu, en ein af tillögum hópsins snýr jafnframt að mögulegri breytingu á hegningarlögum. „Ein af tillögunum okkar er að íhuga að gerðar verði breytingar á hegningarlögum þar sem afneitun á helförinni verði gerð refsiverð. Uppgangur afneitunarsinna hefur verið mikill í Evrópu og við höfum séð dæmi um það hér á Íslandi líka með viðtölum í fjölmiðlum,“ segir Rósa. Tímabært að Ísland haldi minningardaginn Þá leggur hópurinn jafnframt til að forsætisráðherra biðjist afsökunar vegna helfararinnar, en lagt er til að ráðist verði í rannsóknarvinnu og gagnaöflun sem því tengist. „Við leggjum til að það verði farið af stað í þess háttar vinnu um hvort að tilefni sé til þess að biðjast afsökunar á ákvörðunum sem teknar voru af þáverandi stjórnvöldum hér á landi.“ Líkt og áður segir hefur 27. janúar ekki verið gert hátt undir höfði sem opinberum minningardegi um helförina hér á landi til þessa, en Rósa telur að tími sé kominn til. „Algjörlega. Ég held að með þessu, með því að íslensk stjórnvöld stígi inn og taki þátt í þessum minningardegi þá séum við að taka undir með alþjóðastofnunum, nágrannaríkjum okkar, Evrópuríkjum sem að náttúrlega nota þennan dag til að minna á aðdragandann og minna á söguna. Vegna þess að án söguvitundar þá getum við ekki nýtt söguna í góðum tilgangi til þess að sporna við hatri og fordómum og afleiðingum þess.“ Seinni heimsstyrjöldin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira
Skýrsla starfshópsins, sem Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiddi, var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær, en til þessa hefur dagsins ekki verið sérstaklega minnst hér á landi með formlegum hætti. Verði að læra af sögunni Þá hélt forsætisráðuneytið móttöku í húsakynnum pólska sendiráðsins í gær, í samvinnu við pólska og þýska sendiráðsins þar sem Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra „áréttaði meðal annars mikilvægi þess að þessarar myrku sögu sé minnst og af henni séu dregnir lærdómar til framtíðar,“ líkt og segir meðal annars í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Mushky Feldman, Avraham Feldman, rabbíni gyðinga á Íslandi, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sóttu móttöku í tilefni af minningardegi um helförina í gær.Stjórnarráðið „Þann 27. janúar 1945 voru fangar í Auschwitz-Birkenau í Póllandi, alræmdustu fangabúðum nasista, frelsaðir af sovéska hernum. Þennan dag gat umheimurinn allur séð með eigin augum hversu grimmileg voðaverk höfðu verið framin af stjórn nasista á gyðingum og öðrum minnihlutahópum í heimsstyrjöldinni síðari. Alls er talið að um 6 milljónir Gyðinga hafi týnt lífi í útrýmingarbúðum nasista. Árið 2005 lýstu Sameinuðu þjóðirnar því yfir að 27. janúar yrði alþjóðlegur minningardagur um helförina. Mörg ríki höfðu minnst frelsunarinnar með formlegum hætti fyrr. Dagsins hefur ekki verið opinberlega minnst af íslenskum stjórnvöldum, en samfélag Gyðinga á Íslandi hefur haldið daginn í heiðri í samvinnu við nokkur sendiráð í Reykjavík,“ segir meðal annars í skýrslu starfshópsins. Spornað verði gegn uppgangi hatursorðræðu Rósa Björk ræddi niðurstöðu starfshópsins í kvöldfréttum Sýnar í gær, en forsætisráðherra hyggst skipa vinnuhóp með fulltrúum ráðuneyta til að vinna úr tillögum hópsins. „Okkar tillögur þær ganga út á það að efla fræðslu um sögu helfararinnar og ekki síst aðdraganda hennar, til þess að sporna gegn uppgangi hatursorðræðu, fordóma og kynþáttafordóma í garð allra trúarhópa og minnihlutahópa, sem geta auðvitað haft hrikalegar afleiðingar eins og helförin sýnir,“ segir Rósa. Gerðar eru einnig tillögur í skýrslu starfshópsins um varðveislu og sagnfræðilega vinnu, en ein af tillögum hópsins snýr jafnframt að mögulegri breytingu á hegningarlögum. „Ein af tillögunum okkar er að íhuga að gerðar verði breytingar á hegningarlögum þar sem afneitun á helförinni verði gerð refsiverð. Uppgangur afneitunarsinna hefur verið mikill í Evrópu og við höfum séð dæmi um það hér á Íslandi líka með viðtölum í fjölmiðlum,“ segir Rósa. Tímabært að Ísland haldi minningardaginn Þá leggur hópurinn jafnframt til að forsætisráðherra biðjist afsökunar vegna helfararinnar, en lagt er til að ráðist verði í rannsóknarvinnu og gagnaöflun sem því tengist. „Við leggjum til að það verði farið af stað í þess háttar vinnu um hvort að tilefni sé til þess að biðjast afsökunar á ákvörðunum sem teknar voru af þáverandi stjórnvöldum hér á landi.“ Líkt og áður segir hefur 27. janúar ekki verið gert hátt undir höfði sem opinberum minningardegi um helförina hér á landi til þessa, en Rósa telur að tími sé kominn til. „Algjörlega. Ég held að með þessu, með því að íslensk stjórnvöld stígi inn og taki þátt í þessum minningardegi þá séum við að taka undir með alþjóðastofnunum, nágrannaríkjum okkar, Evrópuríkjum sem að náttúrlega nota þennan dag til að minna á aðdragandann og minna á söguna. Vegna þess að án söguvitundar þá getum við ekki nýtt söguna í góðum tilgangi til þess að sporna við hatri og fordómum og afleiðingum þess.“
Seinni heimsstyrjöldin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Sjá meira