Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2026 20:33 Kanye West og Bianca Censori á Grammy-verðlaunahátíðinni í Los Angeles í fyrra. Getty/Axelle/Bauer-Griffin, FilmMagic Kanye West, eða Ye, greiddi fyrir heilsíðuauglýsingu í Wall Street Journal sem kom út í dag, þar sem hann baðst afsökunar á framferði sínu undanfarin ár. Yfirlýsingin sem birt var er titluð „Til þeirra sem ég hef sært“ og beinir hann afsökunarbeiðni sinni sérstaklega til þeldökkra Bandaríkjamanna og gyðinga. Hann segist hafa verið í löngu maníukasti sem hafi eyðilagt líf sitt og gefur hann til kynna að hann hafi íhugað að svipta sig lífi. Á þessu tímabili fór hann mikinn gegn gyðingum á X (áður Twitter), seldi boli merkta hakakrossinum, sagðist elska Adolf Hitler og lýsti því yfir að hann væri nasisti, svo eitthvað sé nefnt. West segist ekki muna eftir mörgu sem hann gerði. „Ég er ekki nasisti,“ segir West í yfirlýsingunni í WSJ. Greindist 2023 Hann segist hafa verið greindur með geðhvarfasýki árið 2023 og að hann hafi ekki getað sætt sig við það. Í kjölfarið hafi hann misst tengslin við raunveruleikann. Sjá einnig: „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið. Ég sagði og gerði hluti sem ég sé innilega eftir,“ skrifaði West. Hann bætti við að hann hafi verið verstur við þá sem hann unni mest. West segir að veikindum hans hafi fylgt mikil afneitun. Hann hafi verið sannfærður um að ekkert væri að honum og að viðbrögð fólks við aðgerðum hans væru yfirdrifin. „Þér finnst þú sjá heiminn skýrar en nokkru sinni áður, á meðan hið sanna er að þú ert að tapa þér algerlega.“ Hann segist hafa verið blindaður og fundist hann einstaklega öflugur og jafnvel óstöðvandi. Eiginkonan fékk hann til að leita aðstoðar Tónlistarmaðurinn segist hafa náð botninum fyrir nokkrum mánuðum og þá hafi Bianca Censori, eiginkona hans, hvatt hann til að leita sér loks aðstoðar. Sjá einnig: „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sögur annarra sem hann fann á Reddit-spjallþráðum hjálpuðu West mikið, að hans eigin sögn. Hann segist hafa lesið þær og áttað sig á því að hann væri ekki einn. „Það er ekki bara ég sem rústa lífi mínu einu sinni á hverju ári þrátt fyrir að taka lyf á hverjum degi og að vera sagt af svokölluðum bestu læknum í heimi að ég sé ekki með geðhvarfasýki, heldur sé ég eingöngu að upplifa „einkenni einhverfu“. Segist á mun betri stað West segist sjá gífurlega eftir því sem hann gerði og að hann sé staðráðinn í að bæta sig og betra. Þó tekur hann fram að það bæti ekki upp fyrir það sem hann gerði af sér. „Ég er hvorki nasisti né gyðingahatari. Ég elska gyðinga.“ Þá segist hann sjá eftir því að hafa brugðist samfélagi þeldökkra í Bandaríkjunum. Það samfélag hafi komið honum í gegnum mjög erfiða tíma og spili stærðarinnar rullu í lífi hans. „Ég er miður mín yfir því að hafa brugðist ykkur. Ég elska okkur.“ West segist á mun betri stað núna. Hann sé kominn á betri lyf, í meðferð og rækti bæði líkama og sál. Hann hafi fundið nýjan skýrleika og beini allri orku sinni nú á jákvæðan hátt í list sína. „Ég er ekki að biðja um samúð eða syndaaflausn, þó ég vonist til að vinna mér inn fyrirgefningu ykkar. Ég skrifa þetta í dag eingöngu til að biðja um þolinmæði og skilning á meðan ég finn aftur leiðina heim.“ Ye, fka Kanye West, takes out a full-page in the Wall Street Journal to apologize to the Black community, and for antisemitism: “I lost touch with reality” pic.twitter.com/Po8s4gNz5P— philip lewis (@Phil_Lewis_) January 26, 2026 Mál Kanye West Bandaríkin Hollywood Geðheilbrigði Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Hann segist hafa verið í löngu maníukasti sem hafi eyðilagt líf sitt og gefur hann til kynna að hann hafi íhugað að svipta sig lífi. Á þessu tímabili fór hann mikinn gegn gyðingum á X (áður Twitter), seldi boli merkta hakakrossinum, sagðist elska Adolf Hitler og lýsti því yfir að hann væri nasisti, svo eitthvað sé nefnt. West segist ekki muna eftir mörgu sem hann gerði. „Ég er ekki nasisti,“ segir West í yfirlýsingunni í WSJ. Greindist 2023 Hann segist hafa verið greindur með geðhvarfasýki árið 2023 og að hann hafi ekki getað sætt sig við það. Í kjölfarið hafi hann misst tengslin við raunveruleikann. Sjá einnig: „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið. Ég sagði og gerði hluti sem ég sé innilega eftir,“ skrifaði West. Hann bætti við að hann hafi verið verstur við þá sem hann unni mest. West segir að veikindum hans hafi fylgt mikil afneitun. Hann hafi verið sannfærður um að ekkert væri að honum og að viðbrögð fólks við aðgerðum hans væru yfirdrifin. „Þér finnst þú sjá heiminn skýrar en nokkru sinni áður, á meðan hið sanna er að þú ert að tapa þér algerlega.“ Hann segist hafa verið blindaður og fundist hann einstaklega öflugur og jafnvel óstöðvandi. Eiginkonan fékk hann til að leita aðstoðar Tónlistarmaðurinn segist hafa náð botninum fyrir nokkrum mánuðum og þá hafi Bianca Censori, eiginkona hans, hvatt hann til að leita sér loks aðstoðar. Sjá einnig: „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Sögur annarra sem hann fann á Reddit-spjallþráðum hjálpuðu West mikið, að hans eigin sögn. Hann segist hafa lesið þær og áttað sig á því að hann væri ekki einn. „Það er ekki bara ég sem rústa lífi mínu einu sinni á hverju ári þrátt fyrir að taka lyf á hverjum degi og að vera sagt af svokölluðum bestu læknum í heimi að ég sé ekki með geðhvarfasýki, heldur sé ég eingöngu að upplifa „einkenni einhverfu“. Segist á mun betri stað West segist sjá gífurlega eftir því sem hann gerði og að hann sé staðráðinn í að bæta sig og betra. Þó tekur hann fram að það bæti ekki upp fyrir það sem hann gerði af sér. „Ég er hvorki nasisti né gyðingahatari. Ég elska gyðinga.“ Þá segist hann sjá eftir því að hafa brugðist samfélagi þeldökkra í Bandaríkjunum. Það samfélag hafi komið honum í gegnum mjög erfiða tíma og spili stærðarinnar rullu í lífi hans. „Ég er miður mín yfir því að hafa brugðist ykkur. Ég elska okkur.“ West segist á mun betri stað núna. Hann sé kominn á betri lyf, í meðferð og rækti bæði líkama og sál. Hann hafi fundið nýjan skýrleika og beini allri orku sinni nú á jákvæðan hátt í list sína. „Ég er ekki að biðja um samúð eða syndaaflausn, þó ég vonist til að vinna mér inn fyrirgefningu ykkar. Ég skrifa þetta í dag eingöngu til að biðja um þolinmæði og skilning á meðan ég finn aftur leiðina heim.“ Ye, fka Kanye West, takes out a full-page in the Wall Street Journal to apologize to the Black community, and for antisemitism: “I lost touch with reality” pic.twitter.com/Po8s4gNz5P— philip lewis (@Phil_Lewis_) January 26, 2026
Mál Kanye West Bandaríkin Hollywood Geðheilbrigði Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Lífið Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Lífið Batinn kom úr ólíklegri átt - Fegrunarmeðferð varð lykillinn að bættri heilsu Lífið samstarf Fleiri fréttir Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Lífið