„Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2026 19:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Grafík Nýleg spurning frá 56 ára karlmanni: „Ég er nýfráskilinn og hef verið að stunda kynlíf með nokkuð mörgum konum án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ég næ ekki að tengjast þeim því ég er sífellt að reyna að hitta nýjar konur til að sofa hjá. Sérstaklega á ferðalögum erlendis. Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?” Þú ert ekki einn um að hafa áhyggjur af því hvort þín kynhegðun eða kynferðislegur áhugi sé eðlilegur. Í hverri viku fæ ég spurningar frá fólki sem hefur áhyggjur af því hvort klámáhorf, fantasíur, kynferðislegur áhugi eða kynhegðun þeirra sé í lagi. Stundum er klámáhorf að trufla kynlíf í sambandi, stundum hefur fólk áhyggjur af því hvort það megi fantasera um ákveðna hluti og stundum upplifir fólk sig ekki hafa fulla stjórn á sinni kynhegðun. Getty Hvað er eðlilegt og hvenær er kynhegðun orðin að vanda? Stór partur af minni vinnu er að gefa fólki leyfi til að vera það sjálft og njóta þess að stunda það kynlíf sem það vill stunda. Oft hefur fólk áhyggjur af því að það sé að gera eitthvað rangt þegar það er alls ekki raunin. Til dæmis skammast fólk sín fyrir fantasíur, langanir, blæti eða kink. Mikilvægt er því að greina vel stöðuna því slíkar áhyggjur benda ekki endilega til þess að vandi sé til staðar. Stundum getur gömul skömm eða ótti við að vera ekki í norminu haft þau áhrif að fólk leyfir sér ekki að njóta þess sem kveikir í þeim. Í þeim tilfellum felst vinnan í því að draga úr skömm og finna leiðir til að upplifa það sem viðkomandi hefur áhuga á, á eins öruggan máta og hægt er. Þó er ákveðinn hópur sem er að takast á við stjórnleysi þegar það kemur að kynlífi eða klámáhorfi, á ensku er talað um out of control sexual behavior. Þá er kynhegðunin eitthvað sem viðkomandi hefur ekki lengur fulla stjórn á. Oft lýsir þessi hópur þráhyggjukenndum hugsunum um kynlíf eða klám, að eiga erfitt með hætta þeirri kynhegðun og jafnvel að þessi hegðun hafi verulega neikvæð áhrif á líf þeirra og/eða nánustu fjölskyldu. Á Íslandi er úrræði fyrir þau sem hafa áhyggjur af sinni kynhegðun. Hjá Taktu skrefið starfa sálfræðingar með sérþekkingu á þessu sviði. En aftur að spurningunni! Mörg sem hafa gengið í gegnum skilnað tengja við það að finnast gaman að vera einhleyp/ur/t á ný. Að geta aftur leyft sér að daðra við og stunda kynlíf með nýju fólki. Það er alls ekki óeðlilegt að vilja vera kynferðislegur með öðru fólki eftir skilnað en það er ýmislegt í spurningunni sem bendir til þess að þú hafir sjálfur áhyggjur af þinni stöðu. Getty Þegar þú lýsir því að kynlíf með nýjum konum bitni á getunni til að tengjast eða stofna til nýrra sambanda, að þú upplifir þig ekki lengur hafa fulla stjórn og finnur að þetta er farið að taka mikinn tíma frá þér í daglegu lífi, þá eru það merki sem vert er að taka alvarlega. Það er eitt að hugsa um kynlíf reglulega en annað þegar þú ert orðinn upptekinn af því alla daga. Lesa má fyrri pistla Aldísar hér. Þú ert búinn að koma auga á vandann. Þá er næsta skref að skoða hvað þú vilt gera. Fyrst gæti verið gott að prófa að setja þessari kynhegðun mörk sjálfur. Hvað gerist ef þú tekur pásu frá því að heyra í nýjum konum? Það getur verið að þú sért að forðast aðra líðan með því að fylla dagana af hugsunum um kynlíf. Þegar við stöldrum við og vinnum með þá líðan sem við höfum verið að forðast getur verið að þörfin fyrir kynlíf með nýjum konum minnki. Það væri líka gott að setja meiri fókus á aðra hluti sem gefa þér gleði. Á hverjum degi væri þá hægt að plana eitthvað sem veiti þér ánægju. Það er þitt að komast að því hvað það gæti verið. Hreyfing, dans, vinir, áhugamál? Ef þér gengur ekki vel að setja þessari kynhegðun mörk hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Nýju ári, líkt og mörgum öðrum tímamótum, fylgir oft löngun til að gera hlutina öðruvísi eða betur. Mörg bera með sér von um að þetta verði árið þar sem eitthvað loksins breytist. Kynlíf er þar engin undantekning. 18. janúar 2026 19:01 Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Spurning frá þrítugri konu: „Ég las grein þína um ógleðistilfinningu eftir kynlíf og spyr því, er hægt að læra að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Ég varð fyrir miklu ofbeldi sem barn og hefur það haft þær afleiðingar að ég er stöðugt að þóknast öðrum. Nú á ég mann sem ég elska, hann er góður í rúminu og við eigum gott kynlíf en ég velti því fyrir mér hvernig ég geti orðið heil að þessu leyti?” 30. nóvember 2025 23:33 Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?” 23. nóvember 2025 20:02 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
Þú ert ekki einn um að hafa áhyggjur af því hvort þín kynhegðun eða kynferðislegur áhugi sé eðlilegur. Í hverri viku fæ ég spurningar frá fólki sem hefur áhyggjur af því hvort klámáhorf, fantasíur, kynferðislegur áhugi eða kynhegðun þeirra sé í lagi. Stundum er klámáhorf að trufla kynlíf í sambandi, stundum hefur fólk áhyggjur af því hvort það megi fantasera um ákveðna hluti og stundum upplifir fólk sig ekki hafa fulla stjórn á sinni kynhegðun. Getty Hvað er eðlilegt og hvenær er kynhegðun orðin að vanda? Stór partur af minni vinnu er að gefa fólki leyfi til að vera það sjálft og njóta þess að stunda það kynlíf sem það vill stunda. Oft hefur fólk áhyggjur af því að það sé að gera eitthvað rangt þegar það er alls ekki raunin. Til dæmis skammast fólk sín fyrir fantasíur, langanir, blæti eða kink. Mikilvægt er því að greina vel stöðuna því slíkar áhyggjur benda ekki endilega til þess að vandi sé til staðar. Stundum getur gömul skömm eða ótti við að vera ekki í norminu haft þau áhrif að fólk leyfir sér ekki að njóta þess sem kveikir í þeim. Í þeim tilfellum felst vinnan í því að draga úr skömm og finna leiðir til að upplifa það sem viðkomandi hefur áhuga á, á eins öruggan máta og hægt er. Þó er ákveðinn hópur sem er að takast á við stjórnleysi þegar það kemur að kynlífi eða klámáhorfi, á ensku er talað um out of control sexual behavior. Þá er kynhegðunin eitthvað sem viðkomandi hefur ekki lengur fulla stjórn á. Oft lýsir þessi hópur þráhyggjukenndum hugsunum um kynlíf eða klám, að eiga erfitt með hætta þeirri kynhegðun og jafnvel að þessi hegðun hafi verulega neikvæð áhrif á líf þeirra og/eða nánustu fjölskyldu. Á Íslandi er úrræði fyrir þau sem hafa áhyggjur af sinni kynhegðun. Hjá Taktu skrefið starfa sálfræðingar með sérþekkingu á þessu sviði. En aftur að spurningunni! Mörg sem hafa gengið í gegnum skilnað tengja við það að finnast gaman að vera einhleyp/ur/t á ný. Að geta aftur leyft sér að daðra við og stunda kynlíf með nýju fólki. Það er alls ekki óeðlilegt að vilja vera kynferðislegur með öðru fólki eftir skilnað en það er ýmislegt í spurningunni sem bendir til þess að þú hafir sjálfur áhyggjur af þinni stöðu. Getty Þegar þú lýsir því að kynlíf með nýjum konum bitni á getunni til að tengjast eða stofna til nýrra sambanda, að þú upplifir þig ekki lengur hafa fulla stjórn og finnur að þetta er farið að taka mikinn tíma frá þér í daglegu lífi, þá eru það merki sem vert er að taka alvarlega. Það er eitt að hugsa um kynlíf reglulega en annað þegar þú ert orðinn upptekinn af því alla daga. Lesa má fyrri pistla Aldísar hér. Þú ert búinn að koma auga á vandann. Þá er næsta skref að skoða hvað þú vilt gera. Fyrst gæti verið gott að prófa að setja þessari kynhegðun mörk sjálfur. Hvað gerist ef þú tekur pásu frá því að heyra í nýjum konum? Það getur verið að þú sért að forðast aðra líðan með því að fylla dagana af hugsunum um kynlíf. Þegar við stöldrum við og vinnum með þá líðan sem við höfum verið að forðast getur verið að þörfin fyrir kynlíf með nýjum konum minnki. Það væri líka gott að setja meiri fókus á aðra hluti sem gefa þér gleði. Á hverjum degi væri þá hægt að plana eitthvað sem veiti þér ánægju. Það er þitt að komast að því hvað það gæti verið. Hreyfing, dans, vinir, áhugamál? Ef þér gengur ekki vel að setja þessari kynhegðun mörk hvet ég þig til að leita þér aðstoðar. Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Nýju ári, líkt og mörgum öðrum tímamótum, fylgir oft löngun til að gera hlutina öðruvísi eða betur. Mörg bera með sér von um að þetta verði árið þar sem eitthvað loksins breytist. Kynlíf er þar engin undantekning. 18. janúar 2026 19:01 Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Spurning frá þrítugri konu: „Ég las grein þína um ógleðistilfinningu eftir kynlíf og spyr því, er hægt að læra að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Ég varð fyrir miklu ofbeldi sem barn og hefur það haft þær afleiðingar að ég er stöðugt að þóknast öðrum. Nú á ég mann sem ég elska, hann er góður í rúminu og við eigum gott kynlíf en ég velti því fyrir mér hvernig ég geti orðið heil að þessu leyti?” 30. nóvember 2025 23:33 Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?” 23. nóvember 2025 20:02 Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
„Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Nýju ári, líkt og mörgum öðrum tímamótum, fylgir oft löngun til að gera hlutina öðruvísi eða betur. Mörg bera með sér von um að þetta verði árið þar sem eitthvað loksins breytist. Kynlíf er þar engin undantekning. 18. janúar 2026 19:01
Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Spurning frá þrítugri konu: „Ég las grein þína um ógleðistilfinningu eftir kynlíf og spyr því, er hægt að læra að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Ég varð fyrir miklu ofbeldi sem barn og hefur það haft þær afleiðingar að ég er stöðugt að þóknast öðrum. Nú á ég mann sem ég elska, hann er góður í rúminu og við eigum gott kynlíf en ég velti því fyrir mér hvernig ég geti orðið heil að þessu leyti?” 30. nóvember 2025 23:33
Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?” 23. nóvember 2025 20:02