„Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 18. janúar 2026 19:01 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Lesendur geta sent spurningu til hennar í forminu hér fyrir neðan. Getty/Grafík Nýju ári, líkt og mörgum öðrum tímamótum, fylgir oft löngun til að gera hlutina öðruvísi eða betur. Mörg bera með sér von um að þetta verði árið þar sem eitthvað loksins breytist. Kynlíf er þar engin undantekning. En hvað er raunhæft að gera þegar við viljum vinna með líkamlega nánd eða kynlíf? Þar dugar sjaldnast sama aðferð og við sjáum víða í janúar, þar sem fólk reynir að knýja fram breytingar með hörku og helst nýju líkamsræktarkorti. Samt heyri ég oft að fólki ætli að beita svipaðri nálgun þegar kemur að kynlífsvanda. Hlutirnir eiga bara að lagast, helst á núll einni. Þessum óraunhæfu markmiðum getur fylgt niðurrif og aukið á vonleysi. Nýleg spurning endurspeglar þessa líðan ágætlega en hún er frá 43 ára karlmanni: „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár. Við tölum ekki um kynlífið okkar og stundum það sjaldan. Ég sakna kynlífsins sem við stunduðum í byrjun, er þetta bara búið?” Áður en ég svara spurningunni er ég með spurningu fyrir lesendur. Hefur þú á einhverjum tímapunkti verið að takast á við kynlífsvanda? Kynlífsvandi er vandi sem hefur áhrif á unað eða getuna til að stunda kynlíf. Þessi vandi getur verið af ýmsum toga og breytilegur eftir aldri. Dæmi um kynlífsvanda eru: seinkað sáðlát, brátt sáðlát, risvandi, skortur á kynlöngun, fullnægingarvandi, sársauki í kynlífi, kvíði tengdur frammistöðu og ólíkar þarfir eða áhugi á kynlífi. En er sambandið búið þegar kynlífsvandi er til staðar? Stutta svarið er, alls ekki! Langa svarið er að það þarf auðvitað ýmislegt að gerast til að vinna úr þeirri stöðu sem komin er upp þegar vandi er til staðar og hann ekki ræddur. Flest pör tengja við það að kynlífið í upphafi sambands hafi einkennst af meiri losta og spennu. Í upphafi er allt nýtt og í raun sækjum við gjarna í meira kynlíf í upphafi sambands því það er leið líkamans til að mynda tengingu við þessa nýju manneskju. Í langtíma sambandi er vel hægt að stunda gott kynlíf og jafnvel innihaldsríkara, en sennilega verður það alltaf ólíkt því kynlífi sem var stundað í byrjun. Það sem skiptir mestu máli er í raun ekki tíðnin, hversu sjaldan/oft þið stundið kynlíf, heldur sú staðreynd að þið talið ekki um vandann. Þögnin gerir vandann enn verri. Í þögninni förum við að draga ályktanir sem byggja oft á ótta en með samtali er hægt að fylla í eyðurnar með því sem er raunverulega er að hafa áhrif á kynlífið ykkar. Sjá alla pistla Aldísar hér. Ef þú vilt gera breytingar á því kynlífi sem þið eruð að stunda er í raun best að nálgast maka þinn og ræða stöðuna. Með því orða hlutina á þann hátt að við séum ekki að ásaka hvort annað er hægt að skoða hvort það sé vilji hjá ykkur til að auka nándina í sambandinu á ný. Nánd er auðvitað ekki bara kynferðisleg. Oft er nauðsynlegt að hlúa að tilfinningalegri, líkamlegri, vitsmunalegri eða andlegri nánd samhliða því að byggja upp kynferðislega nánd á ný. Það er ein bók sem mér dettur í hug að benda ykkur á. Mating in Captivityeftir Esther Perel. Hún fjallar um kynlöngun í langtímasamböndum og hvernig er hægt að sækja í og viðhalda erótík. Perel varpar fram spurningunni: „hvernig er hægt að þrá eitthvað sem við, nú þegar, höfum?” Í bókinni skoðar hún hvernig þörf fyrir öryggi og þörf fyrir nýbreytni togast á í langtímasambandi. Aldís opnaði um áramótin Kynheilsu- miðstöð kynvera sem er með aðsetur hjá Sálfræðiráðgjöfinni, Lækjartorgi 5. Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira
En hvað er raunhæft að gera þegar við viljum vinna með líkamlega nánd eða kynlíf? Þar dugar sjaldnast sama aðferð og við sjáum víða í janúar, þar sem fólk reynir að knýja fram breytingar með hörku og helst nýju líkamsræktarkorti. Samt heyri ég oft að fólki ætli að beita svipaðri nálgun þegar kemur að kynlífsvanda. Hlutirnir eiga bara að lagast, helst á núll einni. Þessum óraunhæfu markmiðum getur fylgt niðurrif og aukið á vonleysi. Nýleg spurning endurspeglar þessa líðan ágætlega en hún er frá 43 ára karlmanni: „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár. Við tölum ekki um kynlífið okkar og stundum það sjaldan. Ég sakna kynlífsins sem við stunduðum í byrjun, er þetta bara búið?” Áður en ég svara spurningunni er ég með spurningu fyrir lesendur. Hefur þú á einhverjum tímapunkti verið að takast á við kynlífsvanda? Kynlífsvandi er vandi sem hefur áhrif á unað eða getuna til að stunda kynlíf. Þessi vandi getur verið af ýmsum toga og breytilegur eftir aldri. Dæmi um kynlífsvanda eru: seinkað sáðlát, brátt sáðlát, risvandi, skortur á kynlöngun, fullnægingarvandi, sársauki í kynlífi, kvíði tengdur frammistöðu og ólíkar þarfir eða áhugi á kynlífi. En er sambandið búið þegar kynlífsvandi er til staðar? Stutta svarið er, alls ekki! Langa svarið er að það þarf auðvitað ýmislegt að gerast til að vinna úr þeirri stöðu sem komin er upp þegar vandi er til staðar og hann ekki ræddur. Flest pör tengja við það að kynlífið í upphafi sambands hafi einkennst af meiri losta og spennu. Í upphafi er allt nýtt og í raun sækjum við gjarna í meira kynlíf í upphafi sambands því það er leið líkamans til að mynda tengingu við þessa nýju manneskju. Í langtíma sambandi er vel hægt að stunda gott kynlíf og jafnvel innihaldsríkara, en sennilega verður það alltaf ólíkt því kynlífi sem var stundað í byrjun. Það sem skiptir mestu máli er í raun ekki tíðnin, hversu sjaldan/oft þið stundið kynlíf, heldur sú staðreynd að þið talið ekki um vandann. Þögnin gerir vandann enn verri. Í þögninni förum við að draga ályktanir sem byggja oft á ótta en með samtali er hægt að fylla í eyðurnar með því sem er raunverulega er að hafa áhrif á kynlífið ykkar. Sjá alla pistla Aldísar hér. Ef þú vilt gera breytingar á því kynlífi sem þið eruð að stunda er í raun best að nálgast maka þinn og ræða stöðuna. Með því orða hlutina á þann hátt að við séum ekki að ásaka hvort annað er hægt að skoða hvort það sé vilji hjá ykkur til að auka nándina í sambandinu á ný. Nánd er auðvitað ekki bara kynferðisleg. Oft er nauðsynlegt að hlúa að tilfinningalegri, líkamlegri, vitsmunalegri eða andlegri nánd samhliða því að byggja upp kynferðislega nánd á ný. Það er ein bók sem mér dettur í hug að benda ykkur á. Mating in Captivityeftir Esther Perel. Hún fjallar um kynlöngun í langtímasamböndum og hvernig er hægt að sækja í og viðhalda erótík. Perel varpar fram spurningunni: „hvernig er hægt að þrá eitthvað sem við, nú þegar, höfum?” Í bókinni skoðar hún hvernig þörf fyrir öryggi og þörf fyrir nýbreytni togast á í langtímasambandi. Aldís opnaði um áramótin Kynheilsu- miðstöð kynvera sem er með aðsetur hjá Sálfræðiráðgjöfinni, Lækjartorgi 5.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Sjá meira