„Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 17. janúar 2026 12:55 Sævar Þór Jónsson lögmaður. vísir/vilhelm Lögmaður segir vegferð ákæruvaldsins til skammar vegna dómsmáls sem hann segir að hafi verið augljóst að myndi ekki leiða til sakfellingar frá byrjun. Skjólstæðingur hans var sýknaður í gær en lögmaðurinn segir illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. Maður sem sakaður var um sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað fyrir tæplega fjórum árum var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þótti ekki sannað að um stórfellda líkamsárás væri að ræða Í málalýsingum dómsins er manninum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni á Benzincafe við Grensásveg og slegið hann ítrekað með billjardkjuða í höfuð og búk ásamt því að hafa sparkað í fætur hans. Það þótti sannað að ákærði hafi slegið til brotaþola með billjardkjuða en í upptöku sést að annar maður hafi veitt brotaþola ítrekuð högg í höfuð. Rannsóknin byggðist á áverkum á höfði og þótti ekki sannað að háttsemi ákærða félli undir ákvæði um stórfellda líkamsárás og var refsing því fyrnd fyrir um einu og hálfu ári síðan og ákærði sýknaður. Háttsemin þótti teljast sem minniháttar líkamsárás. Sævar Þór Jónsson, lögmaður mannsins, segir það glórulaust af ákæruvaldinu að hafa farið með málið fyrir dómstóla. „Ég tel vegferð ákæruvaldsins til skammar, þar sem farið er af stað með mál sem var fyrirséð að væri andvana frá upphafi. Ég gagnrýni ákæruvaldið harðlega fyrir svona vinnubrögð enda ekki á fólk setjandi að þurfa að sitja undir málum sem eiga engan rétt á sér.“ Hugsanlega raunverulegur gerandi bara aukaleikari í málinu Hann segir það verulega gagnrýnisvert að skjólstæðingur sinn hafi verið sóttur til saka í málinu en ekki maður sem sást ítrekað veitast að höfði brotaþola. „Það er alveg ljóst í þessu máli að það urðu mistök við rannsókn. Þau urðu þannig að sá sem var hugsanlega gerandi í málinu var ekki sóttur til saka heldur bara aukaleikari eins og maður segir. Sú atburðarás sem átti sér stað þetta kvöld var bara þess eðlis að málið myndi ekki ná árangri fyrir dómstólum. Þetta er alveg fáránlegt. Því það lá fyrir álit frá ríkissaksóknara um að þetta mál hafi klúðrast í rannsókn.“ Hann segir skjólstæðing sinn hafa borið sálrænan skaða eftir að hafa verið borin þungum sökum í hátt í fjögur ár. „Auðvitað er það ekki auðvelt og það er bara þannig að það vantar allan skilning að mínu mati hjá ákæruvaldinu hvað þetta varðar. Það að menn geti setið undir einhverjum ásökunum um alvarlega glæpi og svo kemur í ljós að það verður ekkert úr þessu máli og þá hvað? Það er enginn sem biðst afsökunar eða viðurkennir mistök. Það viðurkennir enginn neitt. Það vill enginn bera ábyrgð. Gögn málsins báru það með sér frá upphafi að þetta mál átti ekkert að fara af stað.“ Kallar eftir ítarlegri skoðun á verklagsreglum lögreglu Að hans mati sé illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. „Við erum að horfa upp á það að sum mál sé ekki sótt og ákæruvaldið er gagnrýnt fyrir það en svo er ákæruvaldið að leggja tíma og peninga í mál sem eiga engan rétt á sér. Mér finnst þetta ekki vera einsdæmi, því miður. Mér finnst að ákæruvaldið og lögregla þurfi að vanda betur til verka þegar það kemur bæði að rannsókn mála og þegar það er tekin ákvörðun hvort það eigi að fara lengra með mál. Mér finnst gegnsæið í þessu vera ekki neitt.“ Hann ítrekar að illa hafi verið staðið að rannsókn málsins. „Áður en ákæra var gefin út óskaði héraðssaksóknari eftir áliti ríkissaksóknara. Í því áliti tók ríkissaksóknari undir það sjónarmið umbjóðanda míns að áverkar brotaþola nægðu ekki einir og sér til að fella háttsemina undir stórfellda líkamsárás. Þó var gefið til kynna að tilefni væri til að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort verknaðaraðferðin hefði verið sérstaklega hættuleg, þrátt fyrir að engin dómafordæmi styddu slíka túlkun. Mikilvægt er einnig að nefna að í áliti ríkissaksóknara voru gerðar alvarlegar athugasemdir við óhóflegan drátt á málinu, sem ekki væri hægt að kenna umbjóðanda mínum um,“ segir hann og bætir við að í áliti ríkissaksóknara um málið komi fram að rannsóknin hafi klúðrast. Hann segir tilefni til að kanna verkferla lögreglu og ákæruvalds ítarlega í ljósi dómsins. „Þegar ákæruvaldið kýs að reka mál sem byggist á veikum grunni og óljósri heimfærslu, til að forðast fyrningu, er það til marks um skort á hlutlægni og varfærni í meðferð opinberra mála. Niðurstaðan í máli umbjóðanda míns ætti að verða tilefni til ítarlegrar skoðunar á verklagsreglum lögreglu og ákæruvalds. Það er mikilvægt að tryggja að réttaröryggi sé ávallt í fyrirrúmi og að refsikenndar réttarheimildir séu ekki notaðar á ómarkvissan hátt til að réttlæta ákæru þegar sönnunarstaða er veik og mál er löngu fyrnt.“ Dómstólar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira
Maður sem sakaður var um sérstaklega hættulega líkamsárás á skemmtistað fyrir tæplega fjórum árum var sýknaður af öllum kröfum ákæruvaldsins fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þótti ekki sannað að um stórfellda líkamsárás væri að ræða Í málalýsingum dómsins er manninum gefið að sök að hafa veist að öðrum manni á Benzincafe við Grensásveg og slegið hann ítrekað með billjardkjuða í höfuð og búk ásamt því að hafa sparkað í fætur hans. Það þótti sannað að ákærði hafi slegið til brotaþola með billjardkjuða en í upptöku sést að annar maður hafi veitt brotaþola ítrekuð högg í höfuð. Rannsóknin byggðist á áverkum á höfði og þótti ekki sannað að háttsemi ákærða félli undir ákvæði um stórfellda líkamsárás og var refsing því fyrnd fyrir um einu og hálfu ári síðan og ákærði sýknaður. Háttsemin þótti teljast sem minniháttar líkamsárás. Sævar Þór Jónsson, lögmaður mannsins, segir það glórulaust af ákæruvaldinu að hafa farið með málið fyrir dómstóla. „Ég tel vegferð ákæruvaldsins til skammar, þar sem farið er af stað með mál sem var fyrirséð að væri andvana frá upphafi. Ég gagnrýni ákæruvaldið harðlega fyrir svona vinnubrögð enda ekki á fólk setjandi að þurfa að sitja undir málum sem eiga engan rétt á sér.“ Hugsanlega raunverulegur gerandi bara aukaleikari í málinu Hann segir það verulega gagnrýnisvert að skjólstæðingur sinn hafi verið sóttur til saka í málinu en ekki maður sem sást ítrekað veitast að höfði brotaþola. „Það er alveg ljóst í þessu máli að það urðu mistök við rannsókn. Þau urðu þannig að sá sem var hugsanlega gerandi í málinu var ekki sóttur til saka heldur bara aukaleikari eins og maður segir. Sú atburðarás sem átti sér stað þetta kvöld var bara þess eðlis að málið myndi ekki ná árangri fyrir dómstólum. Þetta er alveg fáránlegt. Því það lá fyrir álit frá ríkissaksóknara um að þetta mál hafi klúðrast í rannsókn.“ Hann segir skjólstæðing sinn hafa borið sálrænan skaða eftir að hafa verið borin þungum sökum í hátt í fjögur ár. „Auðvitað er það ekki auðvelt og það er bara þannig að það vantar allan skilning að mínu mati hjá ákæruvaldinu hvað þetta varðar. Það að menn geti setið undir einhverjum ásökunum um alvarlega glæpi og svo kemur í ljós að það verður ekkert úr þessu máli og þá hvað? Það er enginn sem biðst afsökunar eða viðurkennir mistök. Það viðurkennir enginn neitt. Það vill enginn bera ábyrgð. Gögn málsins báru það með sér frá upphafi að þetta mál átti ekkert að fara af stað.“ Kallar eftir ítarlegri skoðun á verklagsreglum lögreglu Að hans mati sé illa farið með opinbert fé og tíma dómstóla. „Við erum að horfa upp á það að sum mál sé ekki sótt og ákæruvaldið er gagnrýnt fyrir það en svo er ákæruvaldið að leggja tíma og peninga í mál sem eiga engan rétt á sér. Mér finnst þetta ekki vera einsdæmi, því miður. Mér finnst að ákæruvaldið og lögregla þurfi að vanda betur til verka þegar það kemur bæði að rannsókn mála og þegar það er tekin ákvörðun hvort það eigi að fara lengra með mál. Mér finnst gegnsæið í þessu vera ekki neitt.“ Hann ítrekar að illa hafi verið staðið að rannsókn málsins. „Áður en ákæra var gefin út óskaði héraðssaksóknari eftir áliti ríkissaksóknara. Í því áliti tók ríkissaksóknari undir það sjónarmið umbjóðanda míns að áverkar brotaþola nægðu ekki einir og sér til að fella háttsemina undir stórfellda líkamsárás. Þó var gefið til kynna að tilefni væri til að láta reyna á það fyrir dómstólum hvort verknaðaraðferðin hefði verið sérstaklega hættuleg, þrátt fyrir að engin dómafordæmi styddu slíka túlkun. Mikilvægt er einnig að nefna að í áliti ríkissaksóknara voru gerðar alvarlegar athugasemdir við óhóflegan drátt á málinu, sem ekki væri hægt að kenna umbjóðanda mínum um,“ segir hann og bætir við að í áliti ríkissaksóknara um málið komi fram að rannsóknin hafi klúðrast. Hann segir tilefni til að kanna verkferla lögreglu og ákæruvalds ítarlega í ljósi dómsins. „Þegar ákæruvaldið kýs að reka mál sem byggist á veikum grunni og óljósri heimfærslu, til að forðast fyrningu, er það til marks um skort á hlutlægni og varfærni í meðferð opinberra mála. Niðurstaðan í máli umbjóðanda míns ætti að verða tilefni til ítarlegrar skoðunar á verklagsreglum lögreglu og ákæruvalds. Það er mikilvægt að tryggja að réttaröryggi sé ávallt í fyrirrúmi og að refsikenndar réttarheimildir séu ekki notaðar á ómarkvissan hátt til að réttlæta ákæru þegar sönnunarstaða er veik og mál er löngu fyrnt.“
Dómstólar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Sjá meira