„Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. janúar 2026 12:46 Slökkviliðið vaktaði skemmuna í nótt. Stjórnarformaður Truenorth segir forsvarsmenn fyrirtækisins ekki sérstaklega hafa haft til skoðunar ástand skemmunnar í Gufunesi sem brann í gær og hýsti meðal annars gamla leikmuni fyrirtækisins. Ekki sé búið að verðmeta tjónið enn en það sé í raun óbætanlegt. Enn liggur ekki fyrir hvernig eldurinn kviknaði og er það til rannsóknar. Vettvangur brunans var afhentur lögreglu til rannsóknar í gærkvöldi en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði. Lögreglan komst ekki inn í skemmuna fyrr en klukkan 12:30 þar sem kviknað hafði í glæðum í nótt og í dag og ekki óhætt að fara inn í hana. Þá var vettvangurinn girtur af og tæknideild og sérfræðingar frá HMS fóru inn í skemmuna að rannsaka upptökin. Greint var frá því í morgun að samkvæmt leigusamningi við Truenorth beri Reykjavíkurborg enga ábyrgð á tjóni. Borgin sagðist harma tjónið, skemman hafi verið leigð út að undangenginni auglýsingu í byrjun árs 2024 og leigutaki upplýstur um að um væri að ræða tímabundna leigu í því ástandi sem húsið var á þeim tíma á meðan svæðið væri enn í skipulags- og uppbyggingaferli. Framfarafélag Gufuness varaði í febrúar 2024 við ástandi í skemmunni og beindi spurningum til borgaryfirvalda um úrbætur. Meðal þess sem félagið taldi að gera þyrfti úrbætur á voru raflagnir. Kanna bótarétt „Við höfum verið með endurvinnslustefnu í fyrirtækinu að halda utan um leikmyndir og leikmuni til þess að geta endurnýtt í næstu verkefni, þannig þetta er hlutir sem við höfum safnað saman í gegnum tíðina, þannig þetta er verulegt tjón,“ segir Guðjón Davíðsson stjórnarformaður Truenorth. Meðal hluta sem voru í skemmunni eru leikmunir úr sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum á borð við True Detective, Greenland, Vigdísi, Felix og Klöru, Dönsku konunni og fleirum. Þá voru þar einnig eldri munir frá Hernámssetrinu í Hvalfirði sem notaðir höfðu verið í kvikmyndatökur. Eyðileggingin er gífurleg. Vísir/Lillý Ertu kominn með tölu á það hvað þetta er mikið tjón? „Nei, við þurfum bara að fara í það með þessum aðilum sem eru að vinna þetta með okkur. Þetta er verulegt tjón og tjón sem er ekki hægt að bæta, það er það versta við þetta.“ Vissuð þið hvert ástand hússins var þegar þið leigðuð það? „Já já, það var svo sem ekkert sem við höfum verið að skoða neitt sérstaklega. Við vorum bara með húsið í því ástandi sem það var og ég held það hafi bara verið í ágætis standi.“ Guðjón segist ekki geta tjáð sig um það á þessum tímapunkti hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi farið fram á að úrbætur yrðu gerðar í skemmunni. „Við getum ekki verið að tala um það neitt sérstaklega, þar sem þetta er bara í vinnslu þetta mál. Við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast.“ Stórbruni í Gufunesi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira
Enn liggur ekki fyrir hvernig eldurinn kviknaði og er það til rannsóknar. Vettvangur brunans var afhentur lögreglu til rannsóknar í gærkvöldi en ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kviknaði. Lögreglan komst ekki inn í skemmuna fyrr en klukkan 12:30 þar sem kviknað hafði í glæðum í nótt og í dag og ekki óhætt að fara inn í hana. Þá var vettvangurinn girtur af og tæknideild og sérfræðingar frá HMS fóru inn í skemmuna að rannsaka upptökin. Greint var frá því í morgun að samkvæmt leigusamningi við Truenorth beri Reykjavíkurborg enga ábyrgð á tjóni. Borgin sagðist harma tjónið, skemman hafi verið leigð út að undangenginni auglýsingu í byrjun árs 2024 og leigutaki upplýstur um að um væri að ræða tímabundna leigu í því ástandi sem húsið var á þeim tíma á meðan svæðið væri enn í skipulags- og uppbyggingaferli. Framfarafélag Gufuness varaði í febrúar 2024 við ástandi í skemmunni og beindi spurningum til borgaryfirvalda um úrbætur. Meðal þess sem félagið taldi að gera þyrfti úrbætur á voru raflagnir. Kanna bótarétt „Við höfum verið með endurvinnslustefnu í fyrirtækinu að halda utan um leikmyndir og leikmuni til þess að geta endurnýtt í næstu verkefni, þannig þetta er hlutir sem við höfum safnað saman í gegnum tíðina, þannig þetta er verulegt tjón,“ segir Guðjón Davíðsson stjórnarformaður Truenorth. Meðal hluta sem voru í skemmunni eru leikmunir úr sjónvarps- og kvikmyndaverkefnum á borð við True Detective, Greenland, Vigdísi, Felix og Klöru, Dönsku konunni og fleirum. Þá voru þar einnig eldri munir frá Hernámssetrinu í Hvalfirði sem notaðir höfðu verið í kvikmyndatökur. Eyðileggingin er gífurleg. Vísir/Lillý Ertu kominn með tölu á það hvað þetta er mikið tjón? „Nei, við þurfum bara að fara í það með þessum aðilum sem eru að vinna þetta með okkur. Þetta er verulegt tjón og tjón sem er ekki hægt að bæta, það er það versta við þetta.“ Vissuð þið hvert ástand hússins var þegar þið leigðuð það? „Já já, það var svo sem ekkert sem við höfum verið að skoða neitt sérstaklega. Við vorum bara með húsið í því ástandi sem það var og ég held það hafi bara verið í ágætis standi.“ Guðjón segist ekki geta tjáð sig um það á þessum tímapunkti hvort forsvarsmenn fyrirtækisins hafi farið fram á að úrbætur yrðu gerðar í skemmunni. „Við getum ekki verið að tala um það neitt sérstaklega, þar sem þetta er bara í vinnslu þetta mál. Við þurfum bara að sjá hvernig þetta þróast.“
Stórbruni í Gufunesi Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Sjá meira