Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. janúar 2026 12:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. vísir/Ívar Fannar Þingstörf hefjast á ný á morgun og forseti Alþingis býst við því að málum á þingmálaskrá verði fjölgað. Þingflokkur Framsóknar hefur sent erindi á formenn allra flokka þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. Fyrsti þingfundur eftir jólaleyfi er á morgun og gert er ráð fyrir að á sama tíma verði einnig birt uppfærð þingmálaskrá. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, býst við annasömu vori á þingi. „Við erum í miðjum klíðum, að svo má segja, á miðjum þingvetri og þurfum að nýta tímann vel fram á sumar til þess að afgreiða mál frá ríkisstjórn og fleirum,“ segir Þórunn. Er verið að fjölga eða fækka á þingmálaskrá, eða bara færa til? „Það er aðeins verið að fjölga skilst mér, en ekki mikið.“ Búast má við annasömu vori á Alþingi.vísir/Einar Meðal stórra mála sem eiga samkvæmt fyrri þingmálaskrá að vera á dagskrá í vor er frumvarp um lagareldi en svo bíða önnur mál frá haustþingi. Þar má til dæmis nefna samgönguáætlun, um brottfararstöð og svo hin afar umdeilda bókun 35 sem var tekin af dagskrá í haust. Auk þess hefur utanríkisráðherra boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið verði lögð fram í vor. Þórunn gerir ráð fyrir að umræða um hana taki sinn tíma. „En hún snýst bara um ákvörðun og dagsetningu en ekki um efni málsins.“ Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.vísir/Vilhelm Þingflokkur Framsóknar sendi í gær erindi á formenn allra flokka á Alþingi þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. „Við höfum áhyggjur af því að þriðji ráðherrann yfir barna- og menntamálum á einu ári er að taka við. Og við þekkjum það öll að þegar nýr ráðherra tekur við tekur tíma að koma sér inn í málefnin,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar. Komast upp úr skotgröfunum Svipuð leið var farin í fyrra þegar fulltrúar allra flokka voru skipaðir í nefnd við mótun stefnu í utanríkismálum. Ingibjörg telur að hér þurfii að gera slíkt hið sama til þess að komast megi upp úr skotgröfum. Hún vonar að tekið verði jákvætt í erindið í upphafi þingstarfa. „Staðan hjá börnum og ungmennum er því miður að versna og við finnum til ábyrgðar og viljum kalla alla að borðinu til þess að við getum sett niður raunverulegar aðgerðir, til lengri og skemmri tíma, í sameiningu.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Evrópusambandið Samgöngur Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Fyrsti þingfundur eftir jólaleyfi er á morgun og gert er ráð fyrir að á sama tíma verði einnig birt uppfærð þingmálaskrá. Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, býst við annasömu vori á þingi. „Við erum í miðjum klíðum, að svo má segja, á miðjum þingvetri og þurfum að nýta tímann vel fram á sumar til þess að afgreiða mál frá ríkisstjórn og fleirum,“ segir Þórunn. Er verið að fjölga eða fækka á þingmálaskrá, eða bara færa til? „Það er aðeins verið að fjölga skilst mér, en ekki mikið.“ Búast má við annasömu vori á Alþingi.vísir/Einar Meðal stórra mála sem eiga samkvæmt fyrri þingmálaskrá að vera á dagskrá í vor er frumvarp um lagareldi en svo bíða önnur mál frá haustþingi. Þar má til dæmis nefna samgönguáætlun, um brottfararstöð og svo hin afar umdeilda bókun 35 sem var tekin af dagskrá í haust. Auk þess hefur utanríkisráðherra boðað að þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið verði lögð fram í vor. Þórunn gerir ráð fyrir að umræða um hana taki sinn tíma. „En hún snýst bara um ákvörðun og dagsetningu en ekki um efni málsins.“ Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar.vísir/Vilhelm Þingflokkur Framsóknar sendi í gær erindi á formenn allra flokka á Alþingi þar sem kallað er eftir þverpólitískri samstöðu í málefnum barna og ungmenna. „Við höfum áhyggjur af því að þriðji ráðherrann yfir barna- og menntamálum á einu ári er að taka við. Og við þekkjum það öll að þegar nýr ráðherra tekur við tekur tíma að koma sér inn í málefnin,“ segir Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar. Komast upp úr skotgröfunum Svipuð leið var farin í fyrra þegar fulltrúar allra flokka voru skipaðir í nefnd við mótun stefnu í utanríkismálum. Ingibjörg telur að hér þurfii að gera slíkt hið sama til þess að komast megi upp úr skotgröfum. Hún vonar að tekið verði jákvætt í erindið í upphafi þingstarfa. „Staðan hjá börnum og ungmennum er því miður að versna og við finnum til ábyrgðar og viljum kalla alla að borðinu til þess að við getum sett niður raunverulegar aðgerðir, til lengri og skemmri tíma, í sameiningu.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Evrópusambandið Samgöngur Þjóðaratkvæðagreiðsla um framhald ESB-viðræðna Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira