Lífið

Fjöl­menni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sól­rúnu Diego að sjá

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Gurrý tók lagið með Ingó veðurguð og svo mættu margir góðir gestir, þar á meðal Lína Birgitta, Ásgeir Kolbeinsson og Hera Gísladóttir.
Gurrý tók lagið með Ingó veðurguð og svo mættu margir góðir gestir, þar á meðal Lína Birgitta, Ásgeir Kolbeinsson og Hera Gísladóttir.

Snyrtifræðingurinn Gurrý Jónsdóttir hélt upp á 35 ára afmæli sitt á Tenerife á laugardag og tróðu þar upp Ingó veðurguð, Prettyboitjokkó og Himpsumhaps. Fjöldi góðra gesta mætti en athygli vakti að áhrifavaldurinn Sólrún Diego, sem heldur úti hlaðvarpinu Spjallinu með Gurrýju og Línu Birgittu, mætti ekki.

Stelpurnar hafa síðan árið 2021 haldið úti hlaðvarpinu Spjallinu og gefið út á annað hundrað hlaðvarpsþátta. Þáttur númer 143 kom út 5. janúar síðastliðinn en þar ræddu stelpurnar um yfirvofandi afmælisfögnuð Gurrýjar og völvuspá fyrir árið.

„Við erum að byrja árið á einhverri veislu,“ sagði Lína Birgitta um afmælið.

„Ég er alltaf á Tenerife í janúar, það er svona hefð sem ég er með og alltaf yfir afmælið mitt. Ég ætlaði að hafa afmæli og hugsaði: „Ókei, það eru ótrúlega margir sem ég þekki á Tenerife þannig ég hendi í lítið, létt partý.“ Nei, nei, þetta er ekki lítið. Kristín Ruth, vinkona mín, sem er líka halda afmælið sitt á Tene, hún er fertug, sagði: „Mitt er bara eins og eitthvað vöffluboð við hliðina á þínu.“,“ sagði Gurrý í þættinum.

Stelpurnar hafa verið með hlaðvarpið í rúm fjögur ár.

Lýsti Gurrý því að afmælið yrði garðpartý í anda sjónvarpsþáttanna White Lotus. Bæði hún og Lína lýstu því síðan hvernig kjólum þær ætluðu að klæðast.

„En þú, í hverju ætlar þú að vera? spurði Gurrý þá Sólrúnu og uppskar mikinn hlátur frá Línu.

„Ég veit það ekki, það verður bara að koma í ljós,“ svaraði Sólrún.

„Bara nakin?“ spurði Gurrý.

„Já,“ svaraði húm um hæl.

„Hún ætlar að vera á pjöllunni,“ sagði Lína þá glettin.

Mörg tónlistaratriði og tugir gesta

Fimm dögum síðar, 10. janúar, hélt Gurrý upp á 35 ára afmæli sitt í villunni Finca La Rosa de Los Vientos á Adeje á Tenerife. 

Villan er á Reykjavíkurgötu og hafa bæði Ásgeir Kolbeins og Svava Johansen leigt hana fyrir afmæli sitt á síðustu árum.

Gurrý hafði fengið tónlistarmennina Ingó Veðurguð, Hipsumhaps og Prettyboitjokkó til að troða upp í veislunni og tók sjálf lagið með dóttur sinni auk þess sem Egill Einarsson, maður hennar, þeytti skífum.

Heimilisleg tónlistaratriði.

Tugir manna mættu í veisluna, þar á meðal áhrifavaldurinn Lína Birgitta og kírópraktorinn Gummi Kíró, kynlífstækjasölukonan Gerður í Blush, útvarpskonan Kristín Ruth, fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeins og stjörnuspekingurinn Hera Gísladóttir og fjölmargir aðrir góðir. 

Gerður í Blush mætti.
Förðunarfræðingurinn Sigurlaug Dröfn og athafnakonan Lína Birgitta.
Hera og Ásgeir vel dressuð.
Kristín Ruth var á svæðinu og fagnaði afmæli sínu líka á eyjunni.
Vilma Ýr með afmælisbarninu.

Aftur á móti var Sólrún Diego fjarri góðu gamni.

Á sama tíma og gestir birtu myndir úr partýinu daginn eftir djammið var Sólrún að þrífa bletti úr drapplitaðri úlpu, horfa á Kardashian-fjölskylduna í sjónvarpinu og elda súpu fyrir fjölskyldu sína sem hafði farið á skíði. Huggulegt í kuldanum á Íslandi.

Af hverju mætti Sólrún ekki? Kannski náðu þau hjónin ekki að redda pössun fyrir börnin, voru búin að skuldbinda sig í annað, höfðu ekki efni á ferðalaginu eða nenntu hreinlega ekki að gera sér ferð til Tenerife. Hún ein getur sagt til um það.

Úlpa, Kim og súpa - heilög þrenning.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.