Fótbolti

Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist

Sindri Sverrisson skrifar
Scott McTominay og félagar fagna jöfnunarmarki gegn Inter í kvöld.
Scott McTominay og félagar fagna jöfnunarmarki gegn Inter í kvöld. Getty/Pier Marco Tacca

Skotinn Scott McTominay heldur áfram að gera það gott á Ítalíu því hann skoraði bæði mörk Napoli í kvöld, í 2-2 jafntefli við topplið Inter í Mílanó.

Mörkin frá McTominay héldu góðu lífi í titilbaráttunni á Ítalíu en þó að sigurgöngu Inter lyki er liðið enn efst með 43 stig. AC Milan er svo með 40 og Napoli og Roma með 39 stig, en Roma hefur þó leikið einum leik meira en hin þrjú liðin.

Federico Dimarco kom Inter yfir snemma leiks en Mctominay jafnaði á 26. mínútu þegar hann var á undan Manuel Akanji í boltann og skoraði úr teignum. 

Hakan Calhanoglu kom Inter yfir á nýjan leik á 73. mínútu, úr vítaspyrnu sem Henrikh Mkhitaryan nældi í við litla kátínu Antonio Conte sem öskraði á fjórða dómarann og var rekinn af velli.

McTominay náði þó að jafna metin að nýju, tíu mínútum fyrir leikslok, og þar við sat.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×