„Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Jón Ísak Ragnarsson skrifar 10. janúar 2026 21:55 Norðurljósin voru hrikalega flott í kvöld. Sif Baldursdóttir „Þetta var bara klikkað. Við vorum á leiðinni í bæinn en sáum þessi norðurljós rétt fyrir utan Selfoss, þannig við stoppuðum og fylgdumst með þessu,“ segir Sif Baldursdóttir, sem fangaði sjónarspilið á myndskeiði. Sif segir langt síðan hún hefur séð annað eins, en maður hennar sé frá Kúrdistan, og hafi sennilega aldrei séð slíka norðurljósasýningu áður. „Maðurinn minn er frá Kúrdistan, hann er búinn að vera hér í fimm ár, þetta er það klikkaðasta sem hann hefur séð allavegana!“ segir Sif. Fjölskyldan hafi verið á dagsferð um sveitina, farið að skoða Geysi og rúntað um Suðurlandið. Á leið í bæinn á tíunda tímanum hafi sjónarspilið blasið við, og gert góðan dag enn betri. „Litli strákurinn hans var með okkur, hann er að verða þriggja ára. Hann varð smá hræddur og vildi fara inn í bíl. En hann sá þetta samt, og fannst þetta frekar kúl.“ Uppfært kl 22:15 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann útskýrir af hverju hafa verið svona mikil norðurljós yfir landinu í kvöld. Útskýringin kemur í þremur liðum: Kórónugos skall á Jörðinni undir kvöld ofan á hraðfleygan sólvind sem fyrir var úr kórónugeil. Þegar gosið skall skyndilega á Jörðinni hratt það hviðu fljótlega af stað. Segulsviðsstefna sólvindsins hefur verið mjög hagstæð (í suður) klukkustundum saman svo mikil orka náði að hlaðast upp í segulsviði Jarðar. Þess vegna skiptir mestu máli að vakta gildi sem heitir Bz og að það snúi í suðurátt. Hluti orkunnar losnaði með látum um kl 20:20 í kvöld og olli norðurljósahviðu þegar þau urðu björt og kvik og litrík. Fingraför fyrrhviðunnar sjást vel í segulmælinum í Leirvogi (þegar línan fellur skyndilega) „Þetta gerist aftur í kvöld og nótt, bara spurning hvenær,“ segir Sævar. Hann bendir á síðuna icelandatnight.is/is vilji fólk fá bestu og áreiðanlegustu norðurljósaupplýsingarnar fyrir Ísland. Árborg Norðurljós Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sif segir langt síðan hún hefur séð annað eins, en maður hennar sé frá Kúrdistan, og hafi sennilega aldrei séð slíka norðurljósasýningu áður. „Maðurinn minn er frá Kúrdistan, hann er búinn að vera hér í fimm ár, þetta er það klikkaðasta sem hann hefur séð allavegana!“ segir Sif. Fjölskyldan hafi verið á dagsferð um sveitina, farið að skoða Geysi og rúntað um Suðurlandið. Á leið í bæinn á tíunda tímanum hafi sjónarspilið blasið við, og gert góðan dag enn betri. „Litli strákurinn hans var með okkur, hann er að verða þriggja ára. Hann varð smá hræddur og vildi fara inn í bíl. En hann sá þetta samt, og fannst þetta frekar kúl.“ Uppfært kl 22:15 Sævar Helgi Bragason, Stjörnu-Sævar, hefur birt færslu á Facebook þar sem hann útskýrir af hverju hafa verið svona mikil norðurljós yfir landinu í kvöld. Útskýringin kemur í þremur liðum: Kórónugos skall á Jörðinni undir kvöld ofan á hraðfleygan sólvind sem fyrir var úr kórónugeil. Þegar gosið skall skyndilega á Jörðinni hratt það hviðu fljótlega af stað. Segulsviðsstefna sólvindsins hefur verið mjög hagstæð (í suður) klukkustundum saman svo mikil orka náði að hlaðast upp í segulsviði Jarðar. Þess vegna skiptir mestu máli að vakta gildi sem heitir Bz og að það snúi í suðurátt. Hluti orkunnar losnaði með látum um kl 20:20 í kvöld og olli norðurljósahviðu þegar þau urðu björt og kvik og litrík. Fingraför fyrrhviðunnar sjást vel í segulmælinum í Leirvogi (þegar línan fellur skyndilega) „Þetta gerist aftur í kvöld og nótt, bara spurning hvenær,“ segir Sævar. Hann bendir á síðuna icelandatnight.is/is vilji fólk fá bestu og áreiðanlegustu norðurljósaupplýsingarnar fyrir Ísland.
Árborg Norðurljós Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira