Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2026 12:27 Magnús Þór Jónsson formaður KÍ vonast til rólegri tíma í menntamálaráðuneytinu nú þegar þriðji ráðherrann er tekinn við á einu ári. Vísir Formaður Kennarasambandsins hvetur nýjan menntamálaráðherra til að líta heildstætt á skólamálin frekar en að kenna einni ákveðinni kennsluaðferð um skólavandann. Hann vonar að nú skapist stöðugleiki í ráðuneytinu eftir mikið rót undanfarna tólf mánuði. Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á morgun eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti afsögn sína vegna veikinda. Inga er þriðji menntamálaráðherra Flokks fólksins á einu ári. „Við vonumst eftir því að hér verði aðeins meiri stöðugleiki það hafa verið miklar vendingar í menntamálaráðuneytinu síðustu tólf mánuðina,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Auðvitað er það þannig að það að skipta um fólk kemur ákveðinn biti, óstöðugleiki, sem við treystum á að sé nú að baki.“ Hvergi meiri umræða um læsi Í viðtölum í gærmorgun sagði Inga að kerfið hafi alfarið og algjörlega brugðist börnum og að byrjendalæsisstefnan svokallaða hafi valdið því hve stór hluti barna, þá sérstaklega drengja, sé ólæs. „Hvergi annars staðar í samfélaginu hefur verið meiri umræða um þetta verkefni varðandi læsi og læsi drengja, en meðal félagsfólks Kennarasambandsins allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla,“ segir Magnús Þór og væntir þess að þetta verði eitt af þeim stóru verkefnum sem hann muni ræða við ráðherrann. Engar skyndilausnir Ýmislegt hafi verið gert í þessum málum sem hann væntir að starfsfólk ráðuneytisins fari yfir með nýjum ráðherra. Mikil óánægja er meðal kennara vegna ummæla Ingu og sköpuðust miklar umræður um þau á Skólaþróunarspjallinu á Facebook í gær. Þar var Inga meðal annars hvött til að kynna sér málin áður en svo stórum yfirlýsingum væri fleygt fram og ummælin sögð skammarleg. „Skyndilausnir og yfirlýsingar um einhver átök hafa í gegnum tíðina ekki skilað. Það að telja vandann vera auðleysanlegan með einu handtaki, það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það virkar ekki.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9. janúar 2026 06:00 Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59 „Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ 9. janúar 2026 12:08 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra tekur við embætti mennta- og barnamálaráðherra á ríkisráðsfundi á morgun eftir að Guðmundur Ingi Kristinsson tilkynnti afsögn sína vegna veikinda. Inga er þriðji menntamálaráðherra Flokks fólksins á einu ári. „Við vonumst eftir því að hér verði aðeins meiri stöðugleiki það hafa verið miklar vendingar í menntamálaráðuneytinu síðustu tólf mánuðina,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Auðvitað er það þannig að það að skipta um fólk kemur ákveðinn biti, óstöðugleiki, sem við treystum á að sé nú að baki.“ Hvergi meiri umræða um læsi Í viðtölum í gærmorgun sagði Inga að kerfið hafi alfarið og algjörlega brugðist börnum og að byrjendalæsisstefnan svokallaða hafi valdið því hve stór hluti barna, þá sérstaklega drengja, sé ólæs. „Hvergi annars staðar í samfélaginu hefur verið meiri umræða um þetta verkefni varðandi læsi og læsi drengja, en meðal félagsfólks Kennarasambandsins allt frá leikskóla upp í framhaldsskóla,“ segir Magnús Þór og væntir þess að þetta verði eitt af þeim stóru verkefnum sem hann muni ræða við ráðherrann. Engar skyndilausnir Ýmislegt hafi verið gert í þessum málum sem hann væntir að starfsfólk ráðuneytisins fari yfir með nýjum ráðherra. Mikil óánægja er meðal kennara vegna ummæla Ingu og sköpuðust miklar umræður um þau á Skólaþróunarspjallinu á Facebook í gær. Þar var Inga meðal annars hvött til að kynna sér málin áður en svo stórum yfirlýsingum væri fleygt fram og ummælin sögð skammarleg. „Skyndilausnir og yfirlýsingar um einhver átök hafa í gegnum tíðina ekki skilað. Það að telja vandann vera auðleysanlegan með einu handtaki, það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að það virkar ekki.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Grunnskólar Tengdar fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9. janúar 2026 06:00 Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59 „Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ 9. janúar 2026 12:08 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. 9. janúar 2026 06:00
Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann Skólastjóri Álftamýrarskóla segir samræður á milli nemenda hafa aukist gífurlega eftir að símabann var sett á í skólanum. Lítið sé um að nemendur flýi skólalóðina til að komast í símann þó að nemendur viðurkenni að þó nokkrir eigi erfitt með að sleppa símanum. 7. janúar 2026 20:59
„Ég er sátt“ „Þetta leggst vel í mig. Þetta er stórt hlutverk og stærra en almenningur gerir sér oft grein fyrir. Ég hlakka til að takast á við þetta. Ég tek við þessu af Ragnari Þór og hann hefur verið einstaklega góður í þessu hlutverki svo ég stór fótspor að feta í.“ 9. janúar 2026 12:08