Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. janúar 2026 15:50 Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra hefur hækkað á síðustu árum samkvæmt nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins. Formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir þetta áhyggjuefni en á næstu tólf árum muni um sjö hundruð sjúkraliðar hverfa úr stéttinni sökum aldurs. Í Talnabrunninum er fjallað um það hvernig mannafli hefur þróast í fimm heilbrigðisstéttum á undanförnum árum. Þetta eru stéttir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, ljósmæðra, lækna og sálfræðinga. Meðal annars er rýnt í hvernig fjöldi leyfishafa í viðkomandi stéttum hefur þróast með tilliti til mannfjöldaþróunar í landinu og hvernig aldursskipting innan stéttanna hefur breyst. Tölurnar í Talnabrunninum sýna að meðalaldur hefur farið hækkandi hjá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ljósmæðrum með gilt starfsleyfi og vegna hækkandi aldurs fjölgi meira í eldri aldurshópum en þeim yngri. Þá kemur einnig fram að í sumum stéttum er töluverður munur á fjölda starfandi annars vegar og fjölda gildra starfsleyfa í greininni hins vegar. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir meðalaldur sjúkraliða hafa hækkað síðustu ár. „Þetta er áhyggjuefni vegna þess að fólk er að fara úr faginu. Rúmlega þriðjungur stéttarinnar, er að eldast út úr faginu á næstu tólf árum. Ef okkur tekst ekki að fjölga í stéttinni, þá er þetta neyðarástand. Það er bara þannig,“ segir Sandra. Á næstu tólf árum muni um sjö hundruð sjúkraliðar hverfa úr stéttinni sökum aldurs. Mikilvægt sé að bregðast við. „Það sem við höfum verið að leggja áherslu á er að búa til viðbótarnám við sjúkraliðanámið sem er á fagháskólastigi. Þetta er þá sérnám fyrir sjúkraliða sem þeir geta tekið og það þarf að skapa störf fyrir þá í samræmi við þá færni sem þeir taka með sér út úr náminu,“ segir Sandra. „Með því að búa til starfsþróunarferil innan fagstéttarinnar sé ég fyrir mér að fleiri muni haldast í faginu í stað þess að fara í önnur störf eða annað nám. Það eru margir sem gera það. Við viljum að sjúkraliðar fari í sjúkraliðastarfið og haldist í því. Til að það geti verður að vera möguleiki á starfsþróun sem skiptir máli fyrir stéttina.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Í Talnabrunninum er fjallað um það hvernig mannafli hefur þróast í fimm heilbrigðisstéttum á undanförnum árum. Þetta eru stéttir hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða, ljósmæðra, lækna og sálfræðinga. Meðal annars er rýnt í hvernig fjöldi leyfishafa í viðkomandi stéttum hefur þróast með tilliti til mannfjöldaþróunar í landinu og hvernig aldursskipting innan stéttanna hefur breyst. Tölurnar í Talnabrunninum sýna að meðalaldur hefur farið hækkandi hjá hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og ljósmæðrum með gilt starfsleyfi og vegna hækkandi aldurs fjölgi meira í eldri aldurshópum en þeim yngri. Þá kemur einnig fram að í sumum stéttum er töluverður munur á fjölda starfandi annars vegar og fjölda gildra starfsleyfa í greininni hins vegar. Sandra B. Franks formaður Sjúkraliðafélags Íslands segir meðalaldur sjúkraliða hafa hækkað síðustu ár. „Þetta er áhyggjuefni vegna þess að fólk er að fara úr faginu. Rúmlega þriðjungur stéttarinnar, er að eldast út úr faginu á næstu tólf árum. Ef okkur tekst ekki að fjölga í stéttinni, þá er þetta neyðarástand. Það er bara þannig,“ segir Sandra. Á næstu tólf árum muni um sjö hundruð sjúkraliðar hverfa úr stéttinni sökum aldurs. Mikilvægt sé að bregðast við. „Það sem við höfum verið að leggja áherslu á er að búa til viðbótarnám við sjúkraliðanámið sem er á fagháskólastigi. Þetta er þá sérnám fyrir sjúkraliða sem þeir geta tekið og það þarf að skapa störf fyrir þá í samræmi við þá færni sem þeir taka með sér út úr náminu,“ segir Sandra. „Með því að búa til starfsþróunarferil innan fagstéttarinnar sé ég fyrir mér að fleiri muni haldast í faginu í stað þess að fara í önnur störf eða annað nám. Það eru margir sem gera það. Við viljum að sjúkraliðar fari í sjúkraliðastarfið og haldist í því. Til að það geti verður að vera möguleiki á starfsþróun sem skiptir máli fyrir stéttina.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira